Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 12. mars 2025 09:00 Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út bókin The Anxious Generation eftir Jonathan Haidt sem hefur náð gífurlegum vinsældum á heimsvísu, þ. á m. á Íslandi. Í bókinni vísar Haidt í vísindaleg gögn sem benda tvímælalaust til þess að vanlíðan og geðræn einkenni hafi aukist hjá ungmennum á síðastliðnum 15 árum. Hann færir rök fyrir því að þessi aukning í vanlíðan hefur átt sér stað að miklu leyti vegna tilkomu samfélagsmiðla. Hann gengur svo langt að gefa til kynna að samfélagsmiðlar hafa spilað lykilhlutverk í endurvírun á heila heillar kynslóðar. Haidt, sem er félagssálfræðingur, lýsir því hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt samskiptum og og lifnaðarháttum ungmenna (t.d. samdráttur í frjálsum leik og röskun á svefni barna) með tilheyrandi slæmum áhrifum á líðan. Haidt slær því einnig fram að samfélagsmiðlanotkun hafi bein skaðleg áhrif á þroska og andlega heilsu ungmenna. Í því samhengi er áhugavert að staldra við og velta fyrir sér hvaða áhrif samfélagsmiðlanotkun hefur á heila ungmenna. Það er vitað að heilinn tekur gífurlegt þroskastökk á unglingsárunum. Það sem er að mótast sérstaklega á þessu tímabili eru svæði tengd streituviðbragði, umbunarkerfinu og félagsþroska. Vegna þroskastökks á þessu mikilvæga aldursskeiði getur verið að breytingar í hegðun ungmenna, eins og að eyða talsverðum tíma daglega á samfélagsmiðlum, gætu haft langvarandi áhrif á heilann. Að svo stöddu hafa fáar rannsóknir kannað langtímaáhrif notkunar samfélagsmiðla á heila ungmenna. Á meðal þeirra fáu rannsókna er nýleg rannsókn á 12 ára börnum sem var fylgt eftir í þrjú ár (Maza o.fl., 2023). Þátttakendur voru árlega settir í heilaskanna og beðnir um leysa ýmis verkefni, þ. á m. félagsleg verkefni þar sem þátttakendur fá endurgjöf frá öðrum á frammistöðu þeirra. Svo var kannað hvort að munur væri á heilavirkni þátttakenda eftir því hversu oft á dag þau sögðust fara inn á samfélagsmiðlana Facebook, Instagram og SnapChat daglega. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ungmenni sem fóru oft inn á samfélagsmiðla daglega (þ.e. opnuðu forritin oftar 15 sinnum á hverjum degi) voru með aukna virkni í möndlungi og framheila í félagslegum aðstæðum. Þessi heilasvæði eru tengd bæði tilfinningastjórnun og hvernig túlkun félagslegra aðstæðna á sér stað. Þessi rannsókn bendir til þess að samfélagsmiðlanotkun gæti haft langvarandi áhrif á heilavirkni ungmenna. Það þarf þó að fara mjög varlega í túlkun á þessum niðurstöðum þar sem um fylgnirannsókn er að ræða. Það vill segja að ekki er hægt að fullyrða að samfélagsmiðlanotkunin hafi valdið breytingunum í heilavirkni ungmenna fremur en að náttúrulegar breytingar á heilastarfsemi yfir unglingsárin stuðli að því að ákveðnir einstaklingar séu líklegri til að sækjast í samfélagsmiðlana. Haidt er skemmtilegur penni og vekur athygli á þörfu málefni, þ.e. líðan ungmenna. Hann styðst við rannsóknir til að lýsa aðstæðum en er kannski full fljótfær í að draga ályktanir um hvað veldur. Það er rétt að sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á tengsl milli samfélagsmiðlanotkunar og líðan ungmenna en að svo stöddu liggur ekki fyrir næg vísindaleg þekking til að segja af hverju þessu tengsl stafa. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og barnasálfræðingur. Heimildir Maza, M. T., Fox, K. A., Kwon, S. J., Flannery, J. E., Lindquist, K. A., Prinstein, M. J., & Telzer, E. H. (2023). Association of habitual checking behaviors on social media with longitudinal functional brain development. JAMA Pediatrics, 177(2), 160-167.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun