Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 20:15 Átti flottan leik í kvöld. AP Photo/Martin Meissner Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem vann Montpellier 1-0 í efstu deild franska fótboltans. Sigurinn var sá þriðji í síðustu fjórum deildarleikjum hjá Lille. Hákon Arnar hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. Skoraði hann til að mynda eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skagamaðurinn var því í byrjunarliðinu í kvöld en tekinn af velli þegar stundarfjórðungur rúmur lifði leiks. Þrátt fyrir að koma ekki að sigurmarki Lille átti Hákon Arnar virkilega góðan leik á vinstri vængnum. Allar þrjár tilraunir hans til að leika á mótherjann heppnuðust, alls rötuðu 49 af 56 sendingum hans á samherja, hann vann sjö af átta einvígum sínum og þá sótti Hákon Arnar þrjár aukaspyrnur. Á endanum var það hinn sjóðheiti Jonathan David sem skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu. Þessi 25 ára kanadíski framherji hefur nú skorað 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Þá hefur hann lagt upp 10 mörk til viðbótar. Lokatölur í Lille 1-0 og liðið nú með 44 stig í 5. sæti líkt og Monaco sem er sæti ofar. Nice er í 3. sæti með 46 stig og Marseille í 2. sæti með 49 stig – bæði lið eiga leik til góða á Lille og Monaco. Efstu þrjú sæti frönsku deildarinnar veita þátttökurétt í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan 4. sætið þarf að fara í gegnum umspil. Næsti leikur Lille er síðari leikurinn gegn Dortmund á miðvikudaginn kemur. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Hákon Arnar hefur spilað gríðarlega vel að undanförnu. Skoraði hann til að mynda eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skagamaðurinn var því í byrjunarliðinu í kvöld en tekinn af velli þegar stundarfjórðungur rúmur lifði leiks. Þrátt fyrir að koma ekki að sigurmarki Lille átti Hákon Arnar virkilega góðan leik á vinstri vængnum. Allar þrjár tilraunir hans til að leika á mótherjann heppnuðust, alls rötuðu 49 af 56 sendingum hans á samherja, hann vann sjö af átta einvígum sínum og þá sótti Hákon Arnar þrjár aukaspyrnur. Á endanum var það hinn sjóðheiti Jonathan David sem skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu. Þessi 25 ára kanadíski framherji hefur nú skorað 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Þá hefur hann lagt upp 10 mörk til viðbótar. Lokatölur í Lille 1-0 og liðið nú með 44 stig í 5. sæti líkt og Monaco sem er sæti ofar. Nice er í 3. sæti með 46 stig og Marseille í 2. sæti með 49 stig – bæði lið eiga leik til góða á Lille og Monaco. Efstu þrjú sæti frönsku deildarinnar veita þátttökurétt í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan 4. sætið þarf að fara í gegnum umspil. Næsti leikur Lille er síðari leikurinn gegn Dortmund á miðvikudaginn kemur. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira