Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar 10. mars 2025 09:02 Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun