Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar 11. mars 2025 07:33 Heimurinn er að ganga í gegnum viðamiklar og víðsjáverðar samfélagsbreytingar. Þannig stendur nútímasamfélagið frammi fyrir stórtækum og aðkallandi ógnum og áskorunum sem mikil óvissa ríkir um hvernig muni þróast á komandi árum. Áskoranir tengdar hlýnun jarðar sökum loftslagsbreytinga; uppgangi andvísinda, andlýðræðis, og skautunar, sem leitt hefur til aukinnar firringar, ólgu og stríðsátaka; ógnarhraðri þróun tæknihyggju og gervigreindar sem hefur alla burði til að umbylta hefðbundnum samfélagsháttum; og upplausn nærsamfélagsins með tilheyrandi mannlegri angist og einmanaleika – svo sitthvað sé nefnt. Þessar miklu samfélagsbreytingar setja stöðu og hlutverk háskóla í uppnám, og sums staðar má sjá að að þeim er sótt. Ný heimsmynd er að teiknast upp þar sem háskólar munu annað hvort gegna leiðandi hlutverki í mótun og uppgangi samfélagsins eða færast nær jöðrunum, þar sem þeir munu eiga í tilvistarvanda. Háskólar standa því á mikilvægum tímamótum þar sem framtíð þeirra, og farsæld samfélaga komandi kynslóða, mun markast af því hvernig háskólarnir bregðast við þeim áskorunum sem þessi samfélagsþróun felur í sér. Háskóli Íslands er ekki undanskilinn þessum víðsjárverða veruleika. Hvaða sess mun Háskóli Íslands hafa í þessari nýju heimsmynd sem er að teiknast upp, og enginn veit með vissu hvernig muni líta út á endanum? Á sama tíma býr Háskóli Íslands við langvarandi undirfjármögnun sem reynir verulega á þolrif skólans og takmarkar hlutverk hans og áhrif fyrir samfélagið. Háskólinn er þannig í krefjandi stöðu þar sem þarfir samfélagins fyrir öflugan þjóðar- og rannsóknarháskóla hafa sjaldan verið meiri á sama tíma og fjárhagslegar forsendur skólans eru óviðunandi í öllum samanburði. Hlutverk næsta rektors Háskóla Íslands er því á margan hátt ekki öfundsvert. Mikilvægasta verkefni nýs rektors verður að reyna að styrkja stöðu háskólans í samfélaginu og auka fjárveitingar til skólans, og vísinda almennt. Þannig þarf tilvonandi rektor að vinna hörðum höndum að því að efla krafta skólans í því markmiði að sýna ráðafólki og almenningi í verki fram á mikilvægi háskólans og vísinda fyrir velferð og framþróun samfélagsins. Þessar rektorskosningar snúast um hvaða einstaklingi háskólafólk treystir best til þess að standa fremstur meðal jafningja í brú skólans á þeirri vegferð. Það má halda því fram að rektorskjörið sem framundan er í Háskóla Íslands sé það mikilvægasta í manna minnum. Af hverju Magnús Karl? Að öllu framansögðu virtu þá er ég sannfærður um að háskólinn gæti ekki fengið hæfari einstakling í starf rektors en Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Þetta segi ég ekki síst vegna þess að ég þekki vel til Magnúsar þar sem hann er mágur minn. En það er þó ekki ástæða þess að ég styð Magnús Karl í framboði til rektors, eða skrifa þessa grein honum til stuðnings. Heldur er ástæðan sú að ég er sannfærður um að hann er rétti einstaklingurinn í starfið. Fyrir það fyrsta þá er Magnús Karl afbragðs vísindamaður, sem hefur öðlast virðingu kollega sinna hér á landi sem og erlendis. Hann er holdgervingur vísindalegrar hugsunar og vinnubragða, sem mynda grundvallarforsendur góðra háskóla sem hann hefur einnig smitað til nemenda á öllum stigum skólans í áraraðir. Auk vísinda- og stjórnunarstarfa sem hann hefur sinnt innan skólans og íslensks vísindasamfélags um áratugaskeið þá hefur hann um langa hríð látið sig málefni Háskóla Íslands og vísinda varða í ræðu sem riti. Þar hefur Magnús Karl verið öflugur talsmaður vísinda og talað sérstaklega fyrir auknu fjármagni til háskóla- og vísindasamfélagsins. Það er engu logið um að Magnús Karl brennur fyrir háskólann og vísindin og hefur gert það lengi. Magnús Karl er líka húmanisti og jafnréttissinni í víðri merkingu þeirra orða. Hann hefur til að mynda verið öflugur málsvari og stuðningsmaður ýmissa hópa fólks sem hafa átt undir högg að sækja í samfélaginu. Það hefur hann sýnt í einkalífi sínu, sem og á opinberum vettvangi. Hann hefur auk þess talað fyrir meiri jöfnuði meðal fræðasviða skólans þar sem sama fjármagn á að renna til ólíkra deilda fyrir sömu vinnu – sem er ekki endilega raunin í dag þar sem ákveðinna fordóma og skilningsleysis gætir til að mynda gagnvart félags- og hugvísindum sem sitja neðst í „lagskiptingarkerfi“ skólans. Ég veit að Magnús Karl hefur meiri skilning á þeim fjölbreyttu aðferðum og nálgunum sem beitt er utan raun- og náttúruvísinda en margir kollega hans. Það er því sannfæring mín að meiri virðing og sanngirni fyrir því fjölbreytta starfi sem sinnt er innan háskólans muni nást undir stjórn Magnúsar Karls en raunin hefur verið til þessa. Það sem einkennir Magnús Karl enn fremur er að hann er einstaklega vandvirkur og yfirvegaður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þannig setur hann sig vel inn í þau verkefni sem hann stendur frammi fyrir hverju sinni – og gildir einu hvort það tengist fræðastörfum eða áhugamálum hans eins og langhlaupum, siglingum eða ljósmyndun. Vinnubrögð hans, sem einkennast meðal annars af natni, þolinmæði og forvitni, gera honum kleift að öðlast heildstæðan skilning á fjölbreyttum viðfangsefnum og leysa þau vel af hendi. Það geta allir sem hann þekkja vitnað til um. Magnús Karl er frábær kostur Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Því þarf háskólafólk að vanda valið á næsta leiðtoga skólans. Að öllum öðrum ólöstuðum þá treysti ég Magnúsi Karli Magnússyni manna best til að leiða Háskóla Íslands á móts við þær stóru áskoranir sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan og til að festa háskólann í sessi sem lykilstofnun menntunar, rannsókna, þekkingar og framfara fyrir komandi kynslóðir. Magnús Karl hefur allt í senn yfirgripsmikla þekkingu, reynslu, og ástríðu fyrir vísindum, háskólamálum og samfélagsmálum – og er því öflugur og trúverðugur málsvari skólans. Hann býr yfir þeim mannkostum að geta sinnt hlutverki rektors af æðruleysi, mennsku, og réttsýni - án alls hroka og yfirlætis. Og hann tekst á við viðfangsefni og áskoranir af einstakri natni og yfirvegun – eins og sönnum vísindamanni og stjórnanda sæmir. Ég er ekki að mæla með Magnúsi Karli í starf rektors Háskóla Íslands vegna þess að hann er mágur minn, heldur vegna þess að ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og fyrir hvað hann brennur – og hefur gert um langa hríð. Magnús Karl er einfaldlega frábær kostur, og sérstaklega dýrmætur fyrir Háskóla Íslands og vísindin á víðsjárverðum tímum sem þessum. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn er að ganga í gegnum viðamiklar og víðsjáverðar samfélagsbreytingar. Þannig stendur nútímasamfélagið frammi fyrir stórtækum og aðkallandi ógnum og áskorunum sem mikil óvissa ríkir um hvernig muni þróast á komandi árum. Áskoranir tengdar hlýnun jarðar sökum loftslagsbreytinga; uppgangi andvísinda, andlýðræðis, og skautunar, sem leitt hefur til aukinnar firringar, ólgu og stríðsátaka; ógnarhraðri þróun tæknihyggju og gervigreindar sem hefur alla burði til að umbylta hefðbundnum samfélagsháttum; og upplausn nærsamfélagsins með tilheyrandi mannlegri angist og einmanaleika – svo sitthvað sé nefnt. Þessar miklu samfélagsbreytingar setja stöðu og hlutverk háskóla í uppnám, og sums staðar má sjá að að þeim er sótt. Ný heimsmynd er að teiknast upp þar sem háskólar munu annað hvort gegna leiðandi hlutverki í mótun og uppgangi samfélagsins eða færast nær jöðrunum, þar sem þeir munu eiga í tilvistarvanda. Háskólar standa því á mikilvægum tímamótum þar sem framtíð þeirra, og farsæld samfélaga komandi kynslóða, mun markast af því hvernig háskólarnir bregðast við þeim áskorunum sem þessi samfélagsþróun felur í sér. Háskóli Íslands er ekki undanskilinn þessum víðsjárverða veruleika. Hvaða sess mun Háskóli Íslands hafa í þessari nýju heimsmynd sem er að teiknast upp, og enginn veit með vissu hvernig muni líta út á endanum? Á sama tíma býr Háskóli Íslands við langvarandi undirfjármögnun sem reynir verulega á þolrif skólans og takmarkar hlutverk hans og áhrif fyrir samfélagið. Háskólinn er þannig í krefjandi stöðu þar sem þarfir samfélagins fyrir öflugan þjóðar- og rannsóknarháskóla hafa sjaldan verið meiri á sama tíma og fjárhagslegar forsendur skólans eru óviðunandi í öllum samanburði. Hlutverk næsta rektors Háskóla Íslands er því á margan hátt ekki öfundsvert. Mikilvægasta verkefni nýs rektors verður að reyna að styrkja stöðu háskólans í samfélaginu og auka fjárveitingar til skólans, og vísinda almennt. Þannig þarf tilvonandi rektor að vinna hörðum höndum að því að efla krafta skólans í því markmiði að sýna ráðafólki og almenningi í verki fram á mikilvægi háskólans og vísinda fyrir velferð og framþróun samfélagsins. Þessar rektorskosningar snúast um hvaða einstaklingi háskólafólk treystir best til þess að standa fremstur meðal jafningja í brú skólans á þeirri vegferð. Það má halda því fram að rektorskjörið sem framundan er í Háskóla Íslands sé það mikilvægasta í manna minnum. Af hverju Magnús Karl? Að öllu framansögðu virtu þá er ég sannfærður um að háskólinn gæti ekki fengið hæfari einstakling í starf rektors en Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Þetta segi ég ekki síst vegna þess að ég þekki vel til Magnúsar þar sem hann er mágur minn. En það er þó ekki ástæða þess að ég styð Magnús Karl í framboði til rektors, eða skrifa þessa grein honum til stuðnings. Heldur er ástæðan sú að ég er sannfærður um að hann er rétti einstaklingurinn í starfið. Fyrir það fyrsta þá er Magnús Karl afbragðs vísindamaður, sem hefur öðlast virðingu kollega sinna hér á landi sem og erlendis. Hann er holdgervingur vísindalegrar hugsunar og vinnubragða, sem mynda grundvallarforsendur góðra háskóla sem hann hefur einnig smitað til nemenda á öllum stigum skólans í áraraðir. Auk vísinda- og stjórnunarstarfa sem hann hefur sinnt innan skólans og íslensks vísindasamfélags um áratugaskeið þá hefur hann um langa hríð látið sig málefni Háskóla Íslands og vísinda varða í ræðu sem riti. Þar hefur Magnús Karl verið öflugur talsmaður vísinda og talað sérstaklega fyrir auknu fjármagni til háskóla- og vísindasamfélagsins. Það er engu logið um að Magnús Karl brennur fyrir háskólann og vísindin og hefur gert það lengi. Magnús Karl er líka húmanisti og jafnréttissinni í víðri merkingu þeirra orða. Hann hefur til að mynda verið öflugur málsvari og stuðningsmaður ýmissa hópa fólks sem hafa átt undir högg að sækja í samfélaginu. Það hefur hann sýnt í einkalífi sínu, sem og á opinberum vettvangi. Hann hefur auk þess talað fyrir meiri jöfnuði meðal fræðasviða skólans þar sem sama fjármagn á að renna til ólíkra deilda fyrir sömu vinnu – sem er ekki endilega raunin í dag þar sem ákveðinna fordóma og skilningsleysis gætir til að mynda gagnvart félags- og hugvísindum sem sitja neðst í „lagskiptingarkerfi“ skólans. Ég veit að Magnús Karl hefur meiri skilning á þeim fjölbreyttu aðferðum og nálgunum sem beitt er utan raun- og náttúruvísinda en margir kollega hans. Það er því sannfæring mín að meiri virðing og sanngirni fyrir því fjölbreytta starfi sem sinnt er innan háskólans muni nást undir stjórn Magnúsar Karls en raunin hefur verið til þessa. Það sem einkennir Magnús Karl enn fremur er að hann er einstaklega vandvirkur og yfirvegaður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Þannig setur hann sig vel inn í þau verkefni sem hann stendur frammi fyrir hverju sinni – og gildir einu hvort það tengist fræðastörfum eða áhugamálum hans eins og langhlaupum, siglingum eða ljósmyndun. Vinnubrögð hans, sem einkennast meðal annars af natni, þolinmæði og forvitni, gera honum kleift að öðlast heildstæðan skilning á fjölbreyttum viðfangsefnum og leysa þau vel af hendi. Það geta allir sem hann þekkja vitnað til um. Magnús Karl er frábær kostur Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Því þarf háskólafólk að vanda valið á næsta leiðtoga skólans. Að öllum öðrum ólöstuðum þá treysti ég Magnúsi Karli Magnússyni manna best til að leiða Háskóla Íslands á móts við þær stóru áskoranir sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan og til að festa háskólann í sessi sem lykilstofnun menntunar, rannsókna, þekkingar og framfara fyrir komandi kynslóðir. Magnús Karl hefur allt í senn yfirgripsmikla þekkingu, reynslu, og ástríðu fyrir vísindum, háskólamálum og samfélagsmálum – og er því öflugur og trúverðugur málsvari skólans. Hann býr yfir þeim mannkostum að geta sinnt hlutverki rektors af æðruleysi, mennsku, og réttsýni - án alls hroka og yfirlætis. Og hann tekst á við viðfangsefni og áskoranir af einstakri natni og yfirvegun – eins og sönnum vísindamanni og stjórnanda sæmir. Ég er ekki að mæla með Magnúsi Karli í starf rektors Háskóla Íslands vegna þess að hann er mágur minn, heldur vegna þess að ég veit hvaða mann hann hefur að geyma og fyrir hvað hann brennur – og hefur gert um langa hríð. Magnús Karl er einfaldlega frábær kostur, og sérstaklega dýrmætur fyrir Háskóla Íslands og vísindin á víðsjárverðum tímum sem þessum. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun