Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson og Urður Njarðvík skrifa 11. mars 2025 13:02 Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Ein af þeim sem gefið hefur kost á sér í embættið er Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg er hokin af reynslu og hefur gengt margvíslegum stjórnunarstörfum innan HÍ undanfarinn áratug. Má þar nefna starf aðstoðarrektors, starf sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs, setu og varaformennsku í Háskólaráði auk formennsku í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan HÍ. Um árabil var Ingibjörg einnig fulltrúi rektors í valnefndum skólans og kom þannig að ráðningu fjölda akademískra starfsmanna í samvinnu við fulltrúa viðkomandi deilda. Hún hefur því nú þegar snert á flestum sviðum stjórnunar HÍ og býr yfir dýrmætri reynslu af því að vinna með starfsfólki úr ólíkum deildum skólans. Þessi mikla reynsla lýsir brennandi áhuga Ingibjargar á starfsemi skólans og gerir hana að einstökum frambjóðanda til rektors. Háskóli Íslands er frábær háskóli. Innan hans starfar hæfileikaríkt og ósérhlífið fólk sem brennur fyrir því að skapa nýja þekkingu og mennta ungt fólk í fjölbreyttum vísindagreinum. Nemendur og starfsfólk skipta þúsundum og skólinn iðar af lífi. Til að stýra svo stórri stofnun þarf að sjálfsögðu gott skipulag og skýra verkferla, en því miður skortir stjórnkerfi skólans stundum sveigjanleika, sem getur staðið í vegi fyrir gagnlegum breytingum. Á heimasíðu Ingibjargar (https://ingibjorg.hi.is) og á kosningafundum, hefur hún boðað ferskar hugmyndir sem snúa einmitt að því að auka sveigjanleika í stjórnun og einfalda verkferla svo að stjórnkerfið styðji betur við innleiðingu breytinga. Með sveigjanlegra kerfi og aukinni skilvirkni má einnig minnka vinnuálag starfsfólks og auka gæði kennslu og rannsókna. Ingibjörg boðar jafnframt endurskoðun á því hvernig fjármunum er dreift innan skólans. Með því að hugsa út fyrir kassann og reikna einfaldlega út kostnað námskeiða, í stað þess að festa heilar námsleiðir innan ramma tiltekins reikniflokks, má auka gæði námsins og tryggja nemendum betri kennslu. Það er vel þekkt að undirfjármögnun er helsti vandi Háskóla Íslands og sú staða hefur hindrað ýmsar umbætur. Fjármögnun háskóla á Íslandi er undir meðaltali OECD ríkjanna og langt undir háskólum hinna norðurlandanna. Aukin fjármögnun er hins vegar langhlaup, enda hefur verið barist fyrir þessum breytingum í áraraðir. Samhliða því að sækja aukið fjármagn, er mikilvægt að breyta verkferlum innan skólans til að nýta þá fjármuni sem nú fást á sanngjarnari hátt fyrir bæði nemendur og starfsfólk. Til þess þarf sterkan og reynslumikinn leiðtoga sem þekkir háskólann inn og út, en er á sama tíma reiðubúinn að skoða nýjar leiðir. Veljum Ingibjörgu Gunnarsdóttur sem næsta rektor Háskóla Íslands og gefum henni tækifæri til að vinna að umbótum sem munu gera góðan háskóla ennþá betri. Ragnar Pétur Ólafsson, prófessor, deildarforseti Sálfræðideildar HÍ Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun