Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 18:30 Frá fundi fulltrúa Úkraínu og Bandaríkjanna í dag. EPA Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði. Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Viðræður hafa staðið yfir milli Bandaríkjanna og Úkraínu í Jeddah í Sádi Arabíu síðan í morgun. Rubio segir að tillagan verði í framhaldinu borin undir Rússa og hann voni að þeir segi já við henni. „Boltinn er hjá þeim núna,“ sagði Rubio, og ítrekaði að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji að stríðinu fari að ljúka. Mike Walts, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, segir að rætt verði við fulltrúa Rússlands á næstu dögum. Hann segir að á fundinum hafi verið farið yfir það hvernig væri hægt að binda varanlegan endi á stríðið og hvernig væri hægt að tryggja langvarandi frið. Fulltrúar Úkraínu sögðu að fundi loknum að þeir hefðu fallist á að hefja friðarviðræður við Rússa, og að 30 daga vopnahlé tæki gildi á næstu dögum. Hernaðaraðstoð hefst aftur Fram kom á fundinum að hernaðaraðstoð Bandaríkjanna til Úkraínu myndi hefjast aftur, og Úkraínumenn fengju aftur aðgang að leyniþjónustugögnum Bandaríkjanna. Bandaríkin settu vopnasendingar til Úkraínu á bið í síðustu viku, og var haft eftir heimildarmönnum að sendingarnar yrðu á bið þar til stjórnvöld í Úkraínu myndu sýna fram á að þau væru raunverulega reiðubúin að ganga til friðarviðræðna. Andriy Yermak, náinn bandamaður Selenskí, var einn þeirra sem sat fundinn fyrir hönd Úkraínumanna. Hann segir í færslu á X að friður væri lykilatriði. Hagsmunir Kænugarðs væru í fyrirrúmi. Hann þakkaði Bandaríkjamönnum og fulltrúum Sádí Arabíu fyrir „uppbyggilegan fund.“ Skjáskot Samningur um sjaldgæfa málma ekki ræddur Rubio segir að samningur um aðgang Bandaríkjanna að sjaldgæfum málmum í Úkraínu hafi ekki verið ræddur á fundinum í dag. Samningurinn hafi ekki verið á dagskrá fundarins, heldur lausn átakanna. Þá sagði Rubio að Úkraínumenn væru tilbúnir að stöðva blóðsúthellingarnar og hefja viðræður. Samþykki Rússar ekki vopnahléstillöguna, sé ljóst hverjir það væru sem stæðu í vegi fyrir friði. Rubio vonar að Rússar taki afstöðu til tillögunnar eins fljótt og auðið er. Fréttin hefur verið uppfærð BBC.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Rússland Sádi-Arabía Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent