Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. mars 2025 11:36 Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn skammt á veg komna. Vísir/Anton Brink og Stöð 2 Yfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglunnar á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu á frumstigi. Átta hafa verið handtekin og þremur sleppt úr haldi. Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn segir ekki liggja fyrir hvort lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir þeim fimm sem eftir sitja í haldi. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“ Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eins og fram hefur komið fannst maður á sjötugsaldri þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi í gærmorgun. Maðurinn lést stuttu eftir komu á spítala. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn tekinn í Þorlákshöfn þar sem hópur fólks gekk í skrokk á honum og beitti hann fjárkúgun. Eftir það var hann tekinn til Reykjavíkur þar sem hópurinn hélt áfram að gang í skrokk á honum. Lögreglan á Suðurlandi framkvæmir nú rannsókn á bíl sem notaður var, samkvæmt heimildum, til að ferja manninn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn leitað sönnunargagna í málinu. „Rannsóknin er enn á frumstigum og það er enn verið að ná utan um málsatvik. Þannig já, hún er skammt á veg komin,“ segir Jón Gunnar og að lögregla sé enn að fara yfir það hvort þau krefjist gæsluvarðhalds. Þið hafið þá frest væntanlega til eftir hádegis eða eitthvað svoleiðis? „Já, það er mismunandi eftir hverjum og einum einstakling.“ Fram kom í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi að hún hefði notið liðsinnis annarra lögregluembætta og ríkislögreglustjóra við rannsókn málsins. Önnur embætti aðstoða með handtökur og tæknimál „Við höfum notið aðstoðar þessara embætta við rannsókna og ástæður fyrir því eru misjafnar. Hvort sem það er tæknilegs eðlis eða vegna handtaka eða eitthvað slíkt. Það er af mjög mismunandi toga og ekki óalgengt að við njótum aðstoðar hvors annars, embættin.“ Maðurinn fannst illa haldinn og með mikla áverka á göngustíg í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Fimm voru handtekin nær hádegi og svo þrír seinni part eða um kvöldið. Í hópi þeirra handteknu er, samkvæmt heimildum fréttastofu, þekktur ofbeldismaður. Þá hefur einnig, samkvæmt heimildum, verið talað um tengsl við tálbeituhópa sem hafa starfað síðustu mánuði. Málið er þó aðeins talið tengjast fjárkúgun. Jón Gunnar segist á þessu stigi ekki geta svarað því hvort gerendur tengist tálbeituhópum eða hvort í hópnum sé þekktur ofbeldismaður. Málið vekur óhug en Jón Gunnar segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur. Hann hvetur fólk til að fara varlega í öllum sínum samskiptum. „Það má alveg búast við því að það verði fleiri tilkynningar í dag en það hefur ekkert verið ákveðið með neitt slíkt. Við munum jafnt og þétt setja tilkynningar á netið.“
Lögreglumál Ölfus Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41 Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. 11. mars 2025 17:41
Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Nokkrir þeirra sex sem lögregla hefur handtekið vegna rannsóknar á manndrápi í nótt tengjast svokölluðum tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einhverjir þeirra hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. 11. mars 2025 19:57
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01