Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar 13. mars 2025 12:00 Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég hef verið Íslandsvinur síðan ég flutti hingað á áttunda áratugnum til að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna, tel ég mig hafa góða innsýn í hvað vekur áhuga meðal breskra neytenda sem kaupa íslenskar vörur. Eins og þið eflaust vitið þá eru hvalveiðar viðkvæmt mál, en það takmarkast ekki bara við hávaða frá öfgafullum umhverfisverndarsamtökum. Hvalveiðar hafa veruleg áhrif á vörumerkið Ísland, sérstaklega meðal þeirra með hæstu ráðstöfunar tekjurnar sem geta valið hvert þau ferðast. Með öðrum orðum, fólkið sem við viljum hvetja til að heimsækja Ísland. Sé litið á málið í víðara samhengi má sjá að útflutningstekjur Íslands til Bretlands nema 218 milljörðum íslenskra króna á ári. Bretland er þriðja stærsta útflutningsland Íslendinga á eftir Hollandi og Bandaríkjunum og við lok síðasta árs var um 15% aukning á útflutningi til Bretlands miðað við árið á undan samkvæmt gögnum frá breska ríkinu. Frá hagnýtu sjónarmiði geta hvalveiðar og hvalaskoðunarferðir ekki lifað saman. Þessar tvær atvinnugreinar eru augljóslega andstæðir pólar. Hvers vegna ætti að stefna arðbærum hvalaskoðunariðnaði í hættu, sem skilar meira en 400.000 manns á ári til landsins, til að leyfa úreltan og óarðbæran árstíðabundinn iðnað sem veitir litlum hópi fólks atvinnu og skaðar alþjóðlega ímynd Íslands? Ef hvalveiðar hefjast að nýju í sumar er skaðinn skeður og það mun taka mörg ár að vinda ofan af þeirri neikvæðu umfjöllun sem fylgir í kjölfarið. Auk þess er endurupptaka hvalveiða líkleg til að kalla á sniðgönguhreyfingar gegn íslenskum vörum eins og áður hefur gerst með mismiklum áhrifum. Slæmar fréttir berast hratt út og jafnvel þó að Ísland hætti við hvalveiðar, þá mun sú ákvörðun ekki fá mikla umfjöllun. Höfundur er framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Discover the World með yfir 40 ára reynslu af sölu og markaðssetningu ferða til Íslands á breskum markaði.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar