Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 12:11 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir gagnrýni vegna ummæla hennar um dómskerfið vera réttmæta í sjálfu sér. Hún biðst afsökunar á ummælum sínum um að hún hefði misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu og ítrekar að hún beri traust til íslenskra dómstóla. Þetta sagði ráðherrann þegar fréttastofa náði tali af henni eftir ríkisstjórnarfund nú undir hádegi. Var hún þá spurð út í ummæli sín um dómstóla í kjölfar þess að hún tapaði bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli hennar er Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Margir aðrir hafa gagnrýnt ummælin, eins og farið er yfir í fréttinni hér að neðan. „Þó að ég sé ekki sátt með hvernig mín mál fóru, þá get ég svo sem ekki fullyrt eitt eða neitt um alla dómstóla og hlýt að bera traust til þeirra,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún sagðist eiga eftir að skoða það hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar en gerði það svo í beinu framhaldi. „Ég get alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum, vegna þess að ég get ekkert fullyrt svona um dómstólana.“ Ásthildur Lóa sagði málið ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún ítrekaði að hún bæri traust til dómstóla landsins, þó hún hafi ekki verið sátt við niðurstöðu í sínu máli. Varðandi það mál sagði Ásthildur Lóa að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framhaldið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist gera ráð fyrir að orðin hafi verið látin falla í hita leiksins. Hún hafi fullt traust á dómstólum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Dómstólar Flokkur fólksins Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Þetta sagði ráðherrann þegar fréttastofa náði tali af henni eftir ríkisstjórnarfund nú undir hádegi. Var hún þá spurð út í ummæli sín um dómstóla í kjölfar þess að hún tapaði bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli hennar er Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Margir aðrir hafa gagnrýnt ummælin, eins og farið er yfir í fréttinni hér að neðan. „Þó að ég sé ekki sátt með hvernig mín mál fóru, þá get ég svo sem ekki fullyrt eitt eða neitt um alla dómstóla og hlýt að bera traust til þeirra,“ sagði Ásthildur Lóa. Hún sagðist eiga eftir að skoða það hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar en gerði það svo í beinu framhaldi. „Ég get alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum, vegna þess að ég get ekkert fullyrt svona um dómstólana.“ Ásthildur Lóa sagði málið ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún ítrekaði að hún bæri traust til dómstóla landsins, þó hún hafi ekki verið sátt við niðurstöðu í sínu máli. Varðandi það mál sagði Ásthildur Lóa að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framhaldið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segist gera ráð fyrir að orðin hafi verið látin falla í hita leiksins. Hún hafi fullt traust á dómstólum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Dómstólar Flokkur fólksins Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira