Innlent

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur.
Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur.

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.

Stjórn Leikfélags Reykjavíkur auglýsti stöðuna og stefndi að því að nýr leikstjóri hefði störf við und­ir­bún­ing leik­árs­ins 2025–2026 þegar í vor og tæki form­lega við stjórn leik­húss­ins fyr­ir lok nú­ver­andi leik­árs.

Ráðning Egils Heiðars ber upp sögulegum tíma í Borgarleikhúsinu því leikarar og dansarar í leikfélagi leikhússins hafa boðað verkföll, sem hefjast fimmtudaginn 20. mars. Samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði og samningaviðræður staðið yfir síðan í haust. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember, þar sem síðast var fundað 5. mars síðastliðinn, þegar samninganefnd FÍL gekk út.

Egill Heiðar hefur verið leik­hús­stjóri í Håloga­land leik­hús­inu í Trömsø í Nor­egi. Þar áður leikstýrði hann sýningum á borð við They cal­led her Nico í Volks­bühne í Berlín, Fanný og Al­ex­and­er í Borg­ar­leik­hús­inu í Ála­borg og De befriede í Oster­bro tea­ter í Kaup­manna­höfn.

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttir

Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu

Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir hef­ur sagt starfi sínu sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins lausu frá og með 31. mars næst­kom­andi.

Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan

Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×