Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2025 15:53 Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri af Brynhildi Guðjónsdóttur. Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur auglýsti stöðuna og stefndi að því að nýr leikstjóri hefði störf við undirbúning leikársins 2025–2026 þegar í vor og tæki formlega við stjórn leikhússins fyrir lok núverandi leikárs. Ráðning Egils Heiðars ber upp sögulegum tíma í Borgarleikhúsinu því leikarar og dansarar í leikfélagi leikhússins hafa boðað verkföll, sem hefjast fimmtudaginn 20. mars. Samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði og samningaviðræður staðið yfir síðan í haust. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember, þar sem síðast var fundað 5. mars síðastliðinn, þegar samninganefnd FÍL gekk út. 25 ára reynsla af leikstjórn Í tilkynningu Borgarleikhússins eftir að Vísir greindi frá ráðningunni segir að Egill Heiðar sé í hópi fremstu leikhúslistamanna á Íslandi um þessar mundir og búi að víðtækri reynslu úr sviðslistum á innlendum sem erlendum vettvangi. Hann hafi 25 ára reynslu sem leikstjóri, hafi leikstýrt yfir 100 sýningum og starfað á öllum Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Ástralíu. „Egill Heiðar hefur sett upp og skrifað verk fyrir Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, í Uppsölum og Gautaborg, Schaubühne leikhúsið í Berlín og National Teater Mannheim, svo nokkur dæmi séu nefnd. Jafnframt setti hann upp sýningarnar Hver er hræddur viðVirginiu Woolf og Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu sem báðar unnu til Grímuverðlauna.“ Egill útskrifaðist með gráðu í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1999 og lauk námi í leikstjórn frá Danska Leiklistarháskólanum árið 2002. Hann hefur starfað sem prófessor og deildarforseti við Leiklistarháskólann Ernst Busch í Berlín, verið fastur kennari við Danska leiklistarháskólann sem og Listaháskóla Íslands þar sem hann var jafnframt fagstjóri leikaranáms. Frá árinu 2020 hefur hann starfað sem leikhússtjóri Hålogaland leikhússins í Tromsø í Noregi. Þakkar traustið „Það er mér mikill heiður að taka við svo mikilvægu starfi. Ég þakka traustið sem mér er sýnt,“ segir Egill Heiðar tilvonandi leikhússtjóri Borgarleikhússins í tilkynningu. „Það er ofboðslega mikill heiður að snúa heim eftir næstum 25 ár erlendis og fá möguleikann á að leiða eins frábært leikhús og Borgarleikhúsið er. Borgarleikhúsið undir stjórn Brynhildar Guðjónsdóttur hefur sýnt fram á að það er hægt að skapa list fyrir breiðan hóp áhorfenda. Hún hefur haldið fallega utan um starfsfólk hússins og leitt leikhúsið í gegnum heimsfaraldur. Ég tek auðmjúkur við keflinu og hlakka til að leiða elsta leikhús landsins inn í bjarta framtíð. Borgarleikhúsið, með því frábæra fólki sem þar vinnur í öllum deildum, hefur sýnt fram á að bókstaflega allt er hægt í leikhúsinu. Það er þessi hópur af baráttufólki sem ég hlakka til að vinna með. Borgarleikhúsið er leikhús allra og skal halda áfram að vera það. Fullur eftirvæntingar hlakka ég til að taka við keflinu af Brynhildi og vona svo innilega að við munum sjá sem flesta í leikhúsinu okkar allra.“ Stjórn Leikfélags Reykjavíkur fagnar ráðningu Egils Heiðars og býður hann velkominn til forystu í Borgarleikhúsinu. „Það mikið happ fyrir Borgarleikhúsið að fá Egil til starfa,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, stjórnarformaður LR. Hann bætir við „fjölþjóðleg reynsla hans sem listamaður, kennari og stjórnandi mun reynast dýrmæt og hjálpa okkur að halda áfram að þroskast og dafna. Egill tekur við góðu búi af Brynhildi og á sama tíma og við þökkum henni fyrir afskaplega vel unnin störf undanfarin fimm ár hlökkum við til áframhaldandi samstarfs við hana sem leikstjóra.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Leikhús Vistaskipti Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Stjórn Leikfélags Reykjavíkur auglýsti stöðuna og stefndi að því að nýr leikstjóri hefði störf við undirbúning leikársins 2025–2026 þegar í vor og tæki formlega við stjórn leikhússins fyrir lok núverandi leikárs. Ráðning Egils Heiðars ber upp sögulegum tíma í Borgarleikhúsinu því leikarar og dansarar í leikfélagi leikhússins hafa boðað verkföll, sem hefjast fimmtudaginn 20. mars. Samningar hafa verið lausir í fjórtán mánuði og samningaviðræður staðið yfir síðan í haust. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í nóvember, þar sem síðast var fundað 5. mars síðastliðinn, þegar samninganefnd FÍL gekk út. 25 ára reynsla af leikstjórn Í tilkynningu Borgarleikhússins eftir að Vísir greindi frá ráðningunni segir að Egill Heiðar sé í hópi fremstu leikhúslistamanna á Íslandi um þessar mundir og búi að víðtækri reynslu úr sviðslistum á innlendum sem erlendum vettvangi. Hann hafi 25 ára reynslu sem leikstjóri, hafi leikstýrt yfir 100 sýningum og starfað á öllum Norðurlöndunum, í Þýskalandi og Ástralíu. „Egill Heiðar hefur sett upp og skrifað verk fyrir Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, í Uppsölum og Gautaborg, Schaubühne leikhúsið í Berlín og National Teater Mannheim, svo nokkur dæmi séu nefnd. Jafnframt setti hann upp sýningarnar Hver er hræddur viðVirginiu Woolf og Himnaríki og helvíti í Borgarleikhúsinu sem báðar unnu til Grímuverðlauna.“ Egill útskrifaðist með gráðu í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1999 og lauk námi í leikstjórn frá Danska Leiklistarháskólanum árið 2002. Hann hefur starfað sem prófessor og deildarforseti við Leiklistarháskólann Ernst Busch í Berlín, verið fastur kennari við Danska leiklistarháskólann sem og Listaháskóla Íslands þar sem hann var jafnframt fagstjóri leikaranáms. Frá árinu 2020 hefur hann starfað sem leikhússtjóri Hålogaland leikhússins í Tromsø í Noregi. Þakkar traustið „Það er mér mikill heiður að taka við svo mikilvægu starfi. Ég þakka traustið sem mér er sýnt,“ segir Egill Heiðar tilvonandi leikhússtjóri Borgarleikhússins í tilkynningu. „Það er ofboðslega mikill heiður að snúa heim eftir næstum 25 ár erlendis og fá möguleikann á að leiða eins frábært leikhús og Borgarleikhúsið er. Borgarleikhúsið undir stjórn Brynhildar Guðjónsdóttur hefur sýnt fram á að það er hægt að skapa list fyrir breiðan hóp áhorfenda. Hún hefur haldið fallega utan um starfsfólk hússins og leitt leikhúsið í gegnum heimsfaraldur. Ég tek auðmjúkur við keflinu og hlakka til að leiða elsta leikhús landsins inn í bjarta framtíð. Borgarleikhúsið, með því frábæra fólki sem þar vinnur í öllum deildum, hefur sýnt fram á að bókstaflega allt er hægt í leikhúsinu. Það er þessi hópur af baráttufólki sem ég hlakka til að vinna með. Borgarleikhúsið er leikhús allra og skal halda áfram að vera það. Fullur eftirvæntingar hlakka ég til að taka við keflinu af Brynhildi og vona svo innilega að við munum sjá sem flesta í leikhúsinu okkar allra.“ Stjórn Leikfélags Reykjavíkur fagnar ráðningu Egils Heiðars og býður hann velkominn til forystu í Borgarleikhúsinu. „Það mikið happ fyrir Borgarleikhúsið að fá Egil til starfa,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, stjórnarformaður LR. Hann bætir við „fjölþjóðleg reynsla hans sem listamaður, kennari og stjórnandi mun reynast dýrmæt og hjálpa okkur að halda áfram að þroskast og dafna. Egill tekur við góðu búi af Brynhildi og á sama tíma og við þökkum henni fyrir afskaplega vel unnin störf undanfarin fimm ár hlökkum við til áframhaldandi samstarfs við hana sem leikstjóra.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Leikhús Vistaskipti Menning Reykjavík Borgarleikhúsið Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25