Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar 15. mars 2025 21:01 Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel, þar sem löggjafarstarf fólst í að innleiða tilskipanir erlends konungsvalds samhliða því að kveða upp harða dóma yfir smælingjum sem í neyð sinni höfðu tekið snæri eða fiskroð sér til lífsbjargar. Um þetta má lesa í alþingisbókum sem til eru á prenti og víða aðgengilegar. Niðurlæging Sovét-„lýðveldanna“ á 20. öld birtist daglega í lyginni um að þau væru sjálfstæð og lýðræðisleg, því þjóðþing þeirra voru innantómar skeljar og öll raunveruleg völd voru í höndum kommúnistaflokksins sem var undir stjórn Moskvu. Ef leiðtogar þessara þjóða sýndu óhlýðni, sbr. t.d. Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968, gripu Sovétríkin til hernaðaríhlutunar. Þjóðþingin, eins og Volkskammer í Austur-Þýskalandi eða Sejm í Póllandi, settu vissulega lög, en þau voru öll ákveðin af valdaflokknum, sem hélt um alla þræði og gætti þess að engir utanaðkomandi óþægilegir menn kæmust nærri þessu valdi. Umræður voru táknrænar og andstöðuatkvæði höfðu engin raunveruleg áhrif. Þessi ríki gátu státað af fallegum stjórnarskrárákvæðum um lýðræði og mannréttindi, en í raun voru öll völd í höndum lokaðrar flokks-klíku, sem hafði meiri áhuga á að verja eigin hagsmuni en hagsmuni almennings. Dómstólar voru ekki sjálfstæðir og voru notaðir til að þagga niður í stjórnarandstæðingum. Ritskoðun var algjör og fjölmiðlar voru notaðir sem áróðurstæki. Saga þjóðanna var endurskrifuð til að samræmast hugmyndum valdhafa og eyða þjóðlegum hefðum sem gengu gegn ríkjandi hugmyndafræðilegri kreddu. Í stuttu máli höfðu þessi ríki ásýnd sjálfstæðra ríkja með sínar eigin ríkisstjórnir, en í reynd voru þær aðeins leppstjórnir, framlenging á valdinu í Moskvu. Allt framangreint kemur upp í hugann þegar skoðuð er mynd af embættismönnunum í sameiginlegu EES nefndinni sem fyrr í þessari viku hittust til að „segja JÁ“ (aldrei „NEI“) við þykkum bunka af regluverki frá valdinu í Brussel, en samtals voru í bunkanum 79 reglugerðir og tilskipanir frá ESB. Í framhaldinu verða sumar þeirra sendar Alþingi til samþykktar, formsins vegna, en aðrar þurfa engan gúmmístimpil þaðan. Hvert er þá hlutverk Alþingis í þessu ferli? Getur það neitað að samþykkja? Í leit að svörum er nærtækast að rifja upp hvað sagt var þegar þriðji orkupakkinn barst Alþingi til samþykktar árið 2019: Þá var sagt „útilokað“ að Íslendingar gætu fengið undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. Í viðtali við Rúv bætti fræðimaður í Evrópurétti við: „Það er náttúrulega nú þegar búið að semja á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafarinnar í EES-samninginn og við fengum ákveðnar undanþágur“ [...]] „Það myndi því ekki skila neinu að senda málið aftur þangað.“ Þarna er verið að lýsa mulningsvél, en ekki sjálfstæðu, lýðræðislegu lagasetningarferli. Mikilvægt er að rifja þetta upp núna þegar Alþingi hyggst samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35, sem gerir varnir Íslands enn veikari en áður og mun auðvelda umbyltingu raforkumarkaðar hérlendis með stórfelldi hækkun raforkuverðs til heimila og fyrirtækja, en þegar munu vera komnar fram 36 eða 37 umsóknir um vindorkugarða víðsvegar um landið og allir þessir garðar nema 2 munu verða í eigu erlendra aðila. Í þessu ljósi er mögulega hægt að ímynda sér hvaðan þrýstingurinn kemur á alþingismenn að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst. Ásýnd Íslands mun breytast hratt þegar farið verður að „teppaleggja“ landið með vindorkugörðum. Fjárfestar og erlend stórfyrirtæki munu hagnast en lífskjör almennings skerðast, „þökk“ sé kjörnum þingfulltrúum þessa sama almennings. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Evrópusambandið EES-samningurinn Þriðji orkupakkinn Bókun 35 Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mesta niðurlægingartímabil í Íslandssögunni eru sennilega 17. og 18. aldirnar, þar sem örsnauður og varnarlaus almúgi dró fram lífið í þrældómi, kulda og vosbúð, þar sem bændur og embættismenn ráðskuðust með daglegt líf fólks, á sama tíma og Alþingi var lítið annað en innantóm skel, þar sem löggjafarstarf fólst í að innleiða tilskipanir erlends konungsvalds samhliða því að kveða upp harða dóma yfir smælingjum sem í neyð sinni höfðu tekið snæri eða fiskroð sér til lífsbjargar. Um þetta má lesa í alþingisbókum sem til eru á prenti og víða aðgengilegar. Niðurlæging Sovét-„lýðveldanna“ á 20. öld birtist daglega í lyginni um að þau væru sjálfstæð og lýðræðisleg, því þjóðþing þeirra voru innantómar skeljar og öll raunveruleg völd voru í höndum kommúnistaflokksins sem var undir stjórn Moskvu. Ef leiðtogar þessara þjóða sýndu óhlýðni, sbr. t.d. Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968, gripu Sovétríkin til hernaðaríhlutunar. Þjóðþingin, eins og Volkskammer í Austur-Þýskalandi eða Sejm í Póllandi, settu vissulega lög, en þau voru öll ákveðin af valdaflokknum, sem hélt um alla þræði og gætti þess að engir utanaðkomandi óþægilegir menn kæmust nærri þessu valdi. Umræður voru táknrænar og andstöðuatkvæði höfðu engin raunveruleg áhrif. Þessi ríki gátu státað af fallegum stjórnarskrárákvæðum um lýðræði og mannréttindi, en í raun voru öll völd í höndum lokaðrar flokks-klíku, sem hafði meiri áhuga á að verja eigin hagsmuni en hagsmuni almennings. Dómstólar voru ekki sjálfstæðir og voru notaðir til að þagga niður í stjórnarandstæðingum. Ritskoðun var algjör og fjölmiðlar voru notaðir sem áróðurstæki. Saga þjóðanna var endurskrifuð til að samræmast hugmyndum valdhafa og eyða þjóðlegum hefðum sem gengu gegn ríkjandi hugmyndafræðilegri kreddu. Í stuttu máli höfðu þessi ríki ásýnd sjálfstæðra ríkja með sínar eigin ríkisstjórnir, en í reynd voru þær aðeins leppstjórnir, framlenging á valdinu í Moskvu. Allt framangreint kemur upp í hugann þegar skoðuð er mynd af embættismönnunum í sameiginlegu EES nefndinni sem fyrr í þessari viku hittust til að „segja JÁ“ (aldrei „NEI“) við þykkum bunka af regluverki frá valdinu í Brussel, en samtals voru í bunkanum 79 reglugerðir og tilskipanir frá ESB. Í framhaldinu verða sumar þeirra sendar Alþingi til samþykktar, formsins vegna, en aðrar þurfa engan gúmmístimpil þaðan. Hvert er þá hlutverk Alþingis í þessu ferli? Getur það neitað að samþykkja? Í leit að svörum er nærtækast að rifja upp hvað sagt var þegar þriðji orkupakkinn barst Alþingi til samþykktar árið 2019: Þá var sagt „útilokað“ að Íslendingar gætu fengið undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans. Í viðtali við Rúv bætti fræðimaður í Evrópurétti við: „Það er náttúrulega nú þegar búið að semja á vettvangi sameiginlegu EES nefndarinnar um upptöku löggjafarinnar í EES-samninginn og við fengum ákveðnar undanþágur“ [...]] „Það myndi því ekki skila neinu að senda málið aftur þangað.“ Þarna er verið að lýsa mulningsvél, en ekki sjálfstæðu, lýðræðislegu lagasetningarferli. Mikilvægt er að rifja þetta upp núna þegar Alþingi hyggst samþykkja frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35, sem gerir varnir Íslands enn veikari en áður og mun auðvelda umbyltingu raforkumarkaðar hérlendis með stórfelldi hækkun raforkuverðs til heimila og fyrirtækja, en þegar munu vera komnar fram 36 eða 37 umsóknir um vindorkugarða víðsvegar um landið og allir þessir garðar nema 2 munu verða í eigu erlendra aðila. Í þessu ljósi er mögulega hægt að ímynda sér hvaðan þrýstingurinn kemur á alþingismenn að samþykkja frumvarpið sem allra fyrst. Ásýnd Íslands mun breytast hratt þegar farið verður að „teppaleggja“ landið með vindorkugörðum. Fjárfestar og erlend stórfyrirtæki munu hagnast en lífskjör almennings skerðast, „þökk“ sé kjörnum þingfulltrúum þessa sama almennings. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar