Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 16:25 Jón Pétur Zimsen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér. „Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“ Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Hermann Austmar er hetja. Það þarf kjark til að koma fram og gagnrýna skóla barnanna sinna. Skólar eiga að vera griðastaður barna ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman,“ sagði Jón Pétur í störfum þingsins í dag. Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, hefur stigið fram í fjölmiðlum og lýst gífurlegum ofbeldisvanda sem hefur þrifist í skólanum. Hann segir ógnarstjórnun ráða þar ríkjum, og talar um að fámennur hópur ráði ríkjum, og börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu, og kynferðislegu ofbeldi. Embættis- og stjórnmálamenn kasti heitu kartöflunni frá sér „Nú höfum við embættismenn, stjórnmálamenn og ráðherra á góðum launum sem á góðviðrisdögum belgja sig út og tala fjálglega um börn og ungmenni, að þau eigi skilið það besta og að hlusta eigi á þau,“ segir Jón Pétur. „Svo koma erfið mál. Þá sér maður undir iljarnar á sama fólki og þau sem enda með heitu kartöfluna kasta henni umsvifalaust frá sér, bara eitthvað annað. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málinu í Breiðholti síðastliðnar vikur.“ Jón segir að slík mál spretti ekki upp úr tómarúmi. Jarðvegur þurfi að vera til staðar, og það þurfi góðan tíma fyrir svona ástand að gerjast og myndast. „Börn, foreldrar og starfsmenn skólans hafa beinlínis öskrað á hjálp með gerðum sínum og tali Fullorðna fólkið á góðu laununum yppir bara öxlum og sendir boltann á næsta mann. Og ráðherrann horfir bara á.“ „Á meðan þjást fjölskyldur í Bökkunum. Þetta er prófmál á það hvernig við sem samfélag tökum á málum sem þessum.“
Ofbeldi barna Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02 „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33 Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin. 18. mars 2025 13:02
„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. 17. mars 2025 20:33
Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir að gera eigi gangskör í málum barna með fjölþættan vanda. Hún segir málaflokkinn hafa verið vanræktan í allt of langan tíma. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vísar á bug ásökunum foreldra um að ekkert hafi verið aðhafst vegna ófremdarástands í Breiðholtsskóla. 14. mars 2025 19:49