Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Árni Sæberg skrifar 19. mars 2025 13:43 Verslunarstjóri Melabúðarinnar vísar gagnrýni ASÍ á bug. Vísir/Vilhelm Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði. Í morgun barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá verðlagseftirliti ASÍ þess efnis að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, hefur nú svarað ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu. „Melabúðin er sérverslun með sælkeravörur og hefur í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja.“ Eftirlitið teikni upp skakka mynd Í yfirlýsingunni segir að Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin sé á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina. Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta séu í forgrunni og geri Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða bjóði upp á dagvörur sem spari fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin. „Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið.“ Vegi að hagsmunum starfsfólks og viðskiptavina Rétt sé að taka fram að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi ríkt gagnkvæmur skilningur. Þessi háttur sé þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósi að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telji mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. „Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“ Stjórnendur og starfsfólk Melabúðarinnar sé gríðarlega þakklátt viðskiptavinum fyrir traustið og stuðninginn í gegnum tíðina og muni halda áfram að leggja áherslu á gæði, góða þjónustu og þá einstöku stemningu sem hafi laðað að sér trygga viðskiptavini í áraraðir. Verðlag Reykjavík Verslun Neytendur ASÍ Matvöruverslun Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í morgun barst fjölmiðlum fréttatilkynning frá verðlagseftirliti ASÍ þess efnis að Melabúðin hefði hafnað þáttöku í verðlagseftirlitinu. Áður en sú afstaða hefði orðið ljós hefði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun hafi Melabúðin verið 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Dýrleif Birna Sveinsdóttir, verslunarstjóri Melabúðarinnar, hefur nú svarað ASÍ fyrir hönd verslunarinnar með yfirlýsingu. „Melabúðin er sérverslun með sælkeravörur og hefur í gegnum tíðina ekki verið hluti af verðlagseftirliti ASÍ, enda er rekstur einnar hverfisverslunar í vesturbæ Reykjavíkur allt annars eðlis en stórra verslanakeðja.“ Eftirlitið teikni upp skakka mynd Í yfirlýsingunni segir að Melabúðin sérhæfi sig í fjölbreyttri matvöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unnin sé á staðnum af fagfólki og eftir óskum viðskiptavina. Ferskleiki, gæði og persónuleg þjónusta séu í forgrunni og geri Melabúðina einstaka í íslensku verslunarumhverfi, sem samhliða bjóði upp á dagvörur sem spari fjölskyldum sporin í innkaupum fyrir heimilin. „Samanburður á verði án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals dregur upp skakka mynd og tekur ekki tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Stórmarkaðir geta í krafti stærðar sinnar keypt vörur í miklu magni á lægra verði. Melabúðin keppir á hinn bóginn á grundvelli mikillar útsjónarsemi, miklum gæðum og persónulegrar þjónustu. Viðskiptavinir okkar kjósa að versla í sínu nærumhverfi og hefur búðin verið hluti af líflegri hverfismenningu, sem teygir anga sína jafnvel um allt höfuðborgarsvæðið.“ Vegi að hagsmunum starfsfólks og viðskiptavina Rétt sé að taka fram að starfsfólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr og um þetta fyrirkomulag hafi ríkt gagnkvæmur skilningur. Þessi háttur sé þekktur í öðrum geirum atvinnulífsins, eins og fjölmiðlum, sem sumir kjósi að taka ekki þátt í samræmdum mælingum á notkun miðlanna þar sem stjórnendur þeirra telji mælingarnar gefa skakka mynd af markmiðum rekstrarins. „Það er því óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ kjósi á þessum tímapunkti að hnýta í litla hverfisverslun í Reykjavík, vega að hagsmunum starfsfólks og þjónustu við fjölskyldur í stað þess að beina spjótum sínum að þeim sem öllu ráða á dagvörumarkaði.“ Stjórnendur og starfsfólk Melabúðarinnar sé gríðarlega þakklátt viðskiptavinum fyrir traustið og stuðninginn í gegnum tíðina og muni halda áfram að leggja áherslu á gæði, góða þjónustu og þá einstöku stemningu sem hafi laðað að sér trygga viðskiptavini í áraraðir.
Verðlag Reykjavík Verslun Neytendur ASÍ Matvöruverslun Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira