Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar 20. mars 2025 07:01 Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. Í fréttatilkynningu, sem gefin var út eftir að gengið var frá samningi Isavia og Heinemann, var honum fagnað af hálfu framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var allt gert til að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting mun skila ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild. Við erum að auka tekjur flugvallarins verulega,“ var haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er einn mikilvægasti – og oft mikilvægasti – útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til dæmis snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Íslenzkar vörur voru 30% af veltu Fríhafnarinnar árið 2023 og margar af söluhæstu vörum Fríhafnarinnar koma frá minni og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Fallegt tal um samfélagsábyrgð Samkvæmt útboðsgögnum, sem Isavia hefur afhent Félagi atvinnurekenda, var skýrt í útboðsferlinu að áfram ætti að gera vörum af þessu tagi hátt undir höfði í Fríhöfninni þótt skipt yrði um rekstraraðila. Þannig kemur fram í útboðslýsingunni að það sé afar mikilvægt að mati Isavia að vöruframboð Fríhafnarinnar ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“. Í útboðsgögnunum segir, í íslenzkri þýðingu: „Við höfum sérstakan áhuga á hvernig samstarfsaðilar okkar munu vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ennfremur erum við opin fyrir því að skoða undanþágur fyrir vaxandi innlend vörumerki sem þið kjósið að halda á lofti og innleiða á flugvellinum á samningstímanum.“ Slíkar undantekningar eru sagðar vera t.d. lækkun veltutengdrar leigu sem Heinemann greiðir Isavia. Veruleikinn: Kröfur um að birgjar lækki verð Isavia hefur ekki viljað afhenda FA tilboð Heinemann, þannig að við vitum ekki hvernig fyrirtækið útlistaði hvernig það hygðist styðja við minni framleiðendur. Við vitum hins vegar hvernig samskipti Heinemann við minni birgja hafa verið á undanförnum vikum, eftir að tilkynnt var í lok janúar að það fengi samninginn um rekstur Fríhafnarinnar. Heinemann hefur lagt fram stífar kröfur um gífurlega háa framlegð af vörum, allt að 70%, sem eru kjör sem ekkert verzlunarfyrirtæki í eðlilegri samkeppni myndi bjóða. Ekki stendur til að hækka verð til farþega, þannig að framlegðarkrafan þýðir að litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja áfram hafa aðgang að „búðarglugganum“. Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra. Heinemann misbeitir ráðandi stöðu Það er ekki eins og fyrirtækin, sem í hlut eiga, geti snúið sér til annarra verzlana á Keflavíkurflugvelli og samið við þær um að selja vörur sínar með hagstæðari kjörum. Samningar Isavia leyfa ekki hverjum sem er að selja t.d. snyrtivörur eða áfengi á flugvellinum. Heinemann er í raun að nýta þá ráðandi stöðu, sem íslenzka ríkið hefur afhent félaginu með því að ríkisfyrirtækið Isavia semji við það um rekstur Fríhafnarinnar og þar með einkarétt á sölu sumra vara. Framleiðendur stórra, alþjóðlegra vörumerkja eru í allt annarri stöðu gagnvart Fríhöfninni – sala þeirra á Keflavíkurflugvelli er brotabrot af heildarveltunni. Í tilviki lítilla og meðalstórra íslenzkra fyrirtækja er Fríhöfnin oft stærsti útsölustaðurinn og jafnvel kemur meirihluti veltunnar þaðan í sumum tilvikum. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Heinemann er augljóslega ráðandi á þeim markaði. Enginn gerir neina kröfu til þess að íslenzkir framleiðendur fái einhverja sérmeðferð hjá Fríhöfninni, en það er hægt að gera þá kröfu að Heinemann misbeiti ekki markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ábyrgð stjórnvalda Íslenzka ríkið ber líka ábyrgð á því hvernig kaupin gerast á eyrinni á Keflavíkurflugvelli. Fyrir rúmum þremur árum beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Þar var meðal annars mælzt til þess að settar yrðu reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem vörðuðu úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn, og þar yrðu samkeppnissjónarmið höfð að leiðarljósi. Skemmst er frá því að segja að fjármála- og efnahagsráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, sem málið snýr að, hafa ekkert aðhafzt og engar reglur hafa litið dagsins ljós. Ný ríkisstjórn segist vera hlynnt samkeppni og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja og ætti að taka þetta mál upp af krafti. Auknar tekjur úr vösum birgja Fríhafnarinnar Í útboðsgögnum Isavia er lögð rík áherzla á að Fríhöfnin bjóði farþegum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, áfram samkeppnisfært verð. Það er vel. En í ljósi ofangreinds blasir við að hinar „verulega auknu tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann koma þá úr vösum birgja Fríhafnarinnar, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda – með viðkomu í hagnaði þýzka stórfyrirtækisins. Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isavia Verslun Keflavíkurflugvöllur Ólafur Stephensen Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þýzka fyrirtækið Heinemann mun taka við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli í vor, eftir að hafa orðið hlutskarpast í útboði sem opinbera hlutafélagið Isavia stóð fyrir. Í fréttatilkynningu, sem gefin var út eftir að gengið var frá samningi Isavia og Heinemann, var honum fagnað af hálfu framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta var allt gert til að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Þessi breyting mun skila ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild. Við erum að auka tekjur flugvallarins verulega,“ var haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni. Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli er einn mikilvægasti – og oft mikilvægasti – útsölustaður margra minni og meðalstórra framleiðslufyrirtækja á Íslandi, til dæmis snyrtivöru-, sælgætis- og áfengisframleiðenda. Íslenzkar vörur voru 30% af veltu Fríhafnarinnar árið 2023 og margar af söluhæstu vörum Fríhafnarinnar koma frá minni og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi. Fallegt tal um samfélagsábyrgð Samkvæmt útboðsgögnum, sem Isavia hefur afhent Félagi atvinnurekenda, var skýrt í útboðsferlinu að áfram ætti að gera vörum af þessu tagi hátt undir höfði í Fríhöfninni þótt skipt yrði um rekstraraðila. Þannig kemur fram í útboðslýsingunni að það sé afar mikilvægt að mati Isavia að vöruframboð Fríhafnarinnar ýti undir „tilfinningu fyrir staðnum“. Á Íslandi sé rík hefð fyrir skapandi framleiðslu og tækifæri til að halda á lofti vönduðum vörum frá framleiðendum um allt land í Fríhöfninni, enda sé hún „búðargluggi“ fyrir þessa framleiðendur. Það sé mikilvægt, jafnt fyrir þarfir íslenzkra og erlendra viðskiptavina, að stilla fram íslenzkum vörum og styrkja „staðartilfinninguna“. Í útboðsgögnunum segir, í íslenzkri þýðingu: „Við höfum sérstakan áhuga á hvernig samstarfsaðilar okkar munu vinna með innlendum framleiðendum og birgjum og sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja minni fyrirtæki. Ennfremur erum við opin fyrir því að skoða undanþágur fyrir vaxandi innlend vörumerki sem þið kjósið að halda á lofti og innleiða á flugvellinum á samningstímanum.“ Slíkar undantekningar eru sagðar vera t.d. lækkun veltutengdrar leigu sem Heinemann greiðir Isavia. Veruleikinn: Kröfur um að birgjar lækki verð Isavia hefur ekki viljað afhenda FA tilboð Heinemann, þannig að við vitum ekki hvernig fyrirtækið útlistaði hvernig það hygðist styðja við minni framleiðendur. Við vitum hins vegar hvernig samskipti Heinemann við minni birgja hafa verið á undanförnum vikum, eftir að tilkynnt var í lok janúar að það fengi samninginn um rekstur Fríhafnarinnar. Heinemann hefur lagt fram stífar kröfur um gífurlega háa framlegð af vörum, allt að 70%, sem eru kjör sem ekkert verzlunarfyrirtæki í eðlilegri samkeppni myndi bjóða. Ekki stendur til að hækka verð til farþega, þannig að framlegðarkrafan þýðir að litlu framleiðendurnir verða að lækka verð sitt um tugi prósenta ef þeir vilja áfram hafa aðgang að „búðarglugganum“. Óvíst er að rekstur sumra þessara fyrirtækja þoli slíka verðlækkun. Við þetta bætast kröfur um 90 daga greiðslufrest og að fyrirtækin taki þátt í starfsmannakostnaði, ef þau vilja að starfsfólk Fríhafnarinnar hafi einhverja þekkingu á vörum þeirra. Heinemann misbeitir ráðandi stöðu Það er ekki eins og fyrirtækin, sem í hlut eiga, geti snúið sér til annarra verzlana á Keflavíkurflugvelli og samið við þær um að selja vörur sínar með hagstæðari kjörum. Samningar Isavia leyfa ekki hverjum sem er að selja t.d. snyrtivörur eða áfengi á flugvellinum. Heinemann er í raun að nýta þá ráðandi stöðu, sem íslenzka ríkið hefur afhent félaginu með því að ríkisfyrirtækið Isavia semji við það um rekstur Fríhafnarinnar og þar með einkarétt á sölu sumra vara. Framleiðendur stórra, alþjóðlegra vörumerkja eru í allt annarri stöðu gagnvart Fríhöfninni – sala þeirra á Keflavíkurflugvelli er brotabrot af heildarveltunni. Í tilviki lítilla og meðalstórra íslenzkra fyrirtækja er Fríhöfnin oft stærsti útsölustaðurinn og jafnvel kemur meirihluti veltunnar þaðan í sumum tilvikum. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað skilgreint fríhafnarverzlun á Keflavíkurflugvelli sem sérstakan markað. Heinemann er augljóslega ráðandi á þeim markaði. Enginn gerir neina kröfu til þess að íslenzkir framleiðendur fái einhverja sérmeðferð hjá Fríhöfninni, en það er hægt að gera þá kröfu að Heinemann misbeiti ekki markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppnisyfirvöld ættu að hafa augun á því sem fram fer þessa dagana í samskiptum fyrirtækisins og birgja Fríhafnarinnar og grípa inn í ef þörf krefur. Ábyrgð stjórnvalda Íslenzka ríkið ber líka ábyrgð á því hvernig kaupin gerast á eyrinni á Keflavíkurflugvelli. Fyrir rúmum þremur árum beindi Samkeppniseftirlitið tilmælum til stjórnvalda um starfsumhverfi Isavia og samkeppnisaðstæður tengdar Keflavíkurflugvelli. Þar var meðal annars mælzt til þess að settar yrðu reglur um framkvæmd og efni útboða og sérleyfissamninga sem vörðuðu úthlutun á aðstöðu á eða við flugvöllinn, og þar yrðu samkeppnissjónarmið höfð að leiðarljósi. Skemmst er frá því að segja að fjármála- og efnahagsráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, sem málið snýr að, hafa ekkert aðhafzt og engar reglur hafa litið dagsins ljós. Ný ríkisstjórn segist vera hlynnt samkeppni og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja og ætti að taka þetta mál upp af krafti. Auknar tekjur úr vösum birgja Fríhafnarinnar Í útboðsgögnum Isavia er lögð rík áherzla á að Fríhöfnin bjóði farþegum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, áfram samkeppnisfært verð. Það er vel. En í ljósi ofangreinds blasir við að hinar „verulega auknu tekjur“ Isavia af samningnum við Heinemann koma þá úr vösum birgja Fríhafnarinnar, þar á meðal lítilla og meðalstórra innlendra framleiðenda – með viðkomu í hagnaði þýzka stórfyrirtækisins. Ávinningur þessa hluta íslenzks samfélags virðist ætla að verða neikvæður og enn sem komið er fer mjög lítið fyrir hinni „samfélagslegu ábyrgð“ sem Heinemann er ætlað að sýna gagnvart minni fyrirtækjum. Vonandi endar það ekki þannig að litlu fyrirtækin leggi upp laupana og „staðartilfinningin“ verði eftir því. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun