Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 22:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu. Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Varðandi umræðuna um traust gagnvart stjórnsýslunni, varðandi trúnaðargögn, það var einn flötur á þessu máli, hvað finnst þér um það? „Það er kannski einn áhugaverðasti flöturinn á málinu. Það sem kom mér á óvart var hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara. Nú höfðu þeir tíma til að undirbúa sig, og annar hver maður þarna í þingflokki eða starfsliði Samfylkingarinnar er fyrrverandi blaðamaður, þannig að menn hefðu átt að vita hvers var að vænta,“ segir Sigmundur, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mörgum málum ósvarað varðandi atburðarásina Sigmundur segir að það séu mjög mörg ósvöruð mál varðandi atburðarásina og tímaröðina. „Ýmis svör forsætisráðherrans, sem sagði annars vegar ítrekað að málið væri enn opið í málaskrá ráðuneytisins, en gat svo ekki svarað því hvað það þýðir eða hvort það væri þá gert eitthvað meira með málið,“ segir hann. „Eins með sannleiksgildið, það var talað um að sannleiksgildi málsins hefði komið í ljós allt í einu, en það voru engin svör við því hvernig það hefði gerst.“ „Til að nefna eitt dæmi í viðbót, forsætisráðherra lenti í smá vandræðum með það að vera leiðréttur með það hvernig upplýsingunum hefði verið komið til menntamálaráðherrans fráfarandi. Og þá var svarið bara: „Já, hún hefði hvort sem er komist að þessu með öðrum leiðum.““ Sigmundur segir að málið verði eflaust rætt í þinginu eftir helgi. „Þetta gerðist mjög hratt, og það er eitt af því sem að vekur spurningar, hvað var búið að ganga á þessa viku á undan.“ Leggur ekki mat á mál Ásthildar Lóu Sigmundur segir það Ásthildar Lóu sjálfrar og Flokks fólksins að meta það hvort hún eigi að sitja áfram sem þingmaður. „Ég ætla ekki að fara leggja mat á þetta mál hennar. Maður hefur heyrt misvísandi sögur af því, þannig ég bara treysti mér ekki til þess.“ „Þannig að það er hennar að meta og flokksins hennar, hvort að hún sitji áfram sem þingmaður. En það var greinilega niðurstaða hennar eða ríkisstjórnarinnar, eða forsætisráðherra eftir atvikum, að hún gæti ekki verið ráðherra.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund í heild sinni hér að neðan, en málefni Breiðholtsskóla og hælisleitendamál báru einnig á góma í síðari hluta viðtalsins.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira