Donald Trump – andlit og boðberi bandarísku þjóðarinnar Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. mars 2025 08:31 Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Miklar umræður fara nú fram um forseta Bandaríkjanna ásamt mikilli og harðri gagnrýni. Sú gagnrýni kemur ekki síst fram hjá þeim þjóðum, sem áratugum saman voru í miklu og nánu vináttusambandi við Bandaríkin og litu á bandarísku þjóðina sem foryustuafl hinna lýðræðilegu vestrænu gilda. Sem burðarás sem aldrei myndi bresta. Gagnrýnin – að utan. Hörð er almenna gagnrýnin og stóryrt um Trump. Forðast hins vegar kjarna málsins, Og hver er sá? Hann er einfaldlega sá, að Donald Trump er maðurinn, sem meiri hluti bandarísku þjóðarinnar valdi til þess að fara fyrir sér. Til þess að vera í senn andlit, talsmaður og boðberi sjálfrar bandarísku þjóðarinnar – tala og starfa í hennar nafni. Og öll hin gagnrýna umræða um starfsaðferðir hans , aðferðafræði hans og framkomu hans fer ekki fram meðal bandarísku þjóðarinnar. Þar virðist hann njóta fullkomins stuðnings. Kemst upp með að beita hvers konar stjórnfarslegum aðgerðum án þess að leita heimilda þjóðþingsins, bandarísks réttarfars eða skýrra forsendna laga. Slíkt gerir hann ekki – og ekki verður betur séð en þar njóti hann fulls stuðnings Bandaríkjamanna. Gerbreytt viðhorf Þessi breyttu viðhorf Bandaríkjamanna til gamalla vina og vopnabræðra gerbreyta heimsmyndinni. Í stað vina og samherja líta Bandaríkin nú á þjóðirnar, sem þeim fylgdu og þeir veittu forysty sem óvildarmenn og ræningja, sem refsa beri með óvægnum hætti – tollum, sem hugsaðir eru til að neyða þessa gömlu bandamenn til þess að skila forysturíkinu háum fjárhæðum, sem bandarísk stjórnvöld segjast hafa verið rænd. Samkvæmt aðgerðum og athöfnum Bandaríkjamanna er jafnhliða skorið á þau tengsl, sem ríkt höfðu um sameiginlega afstöðu til annara heimshluta. Meira að segja áratuga gömul samstaða þeirra í vararmálum á að mati Bandaríkjamanna að heyra sögunni til. Þessi gömlu samstarfsríki Bandaríkjanna um varnar- og öryggismál eiga að haldast þeim víðsfjarri. Bandarísk stjórnvöld segja, að slíkir séu bandarískir hagsmunir. Okkar trausta vörn - ótraustust Áratugum saman hefur varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verið traustasta vörn íslensku þjóðarinnar. Þessi samningur byggir á samkvæðum hagsmunum beggja. Þegar Bandaríkin ákváðu að hverfa frá einu meginefni þessa varnarsamnings og kallaði allt varnarlið sitt alfarið heim frá Íslandi þá var það gert þrátt fyrir andmæli islenskra stjórnvalda. Þar réðu Bandaríkjamenn einfaldlega einir ferðinni. Slíkt getur hæglega gerst aftur – telji Bandaríkin vera sér í hag að slæva enn frekar þennan samning. Og hvert liggur þá leið okkar? Til aukins samstarfs við Evrópusambandið segja sumir. Evrópusambandið er í dag allt annað en það Evrópusamband, sem við kynntumst svo vel fyrir 30 árum. Nýjar þjóðir hafa bæst við, sem raunin sýnir að við eigum ekki mikla samleið með fremur en hinar vestrænu evrópsku þjóðirnar. Hitt er svo sérstök saga hvort stefna, vilji og áform bandarísku þjóðarinnar haldast óbreytt hvað sem líður Donald Trump. Því getur enginn svarað nema bandaríska þjóðin sjálf – og þeirri spurningu hefur hún nú þegar svarað fyrir okkar samtíð. Donald Trump kom engum á óvart. Hann gerir það, sem hann sagðist ætla að gera – og ekki verður annað séð en að bandaríska þjóðin hafi stutt hann til allra verka. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun