Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Atli Ísleifsson skrifar 24. mars 2025 12:51 Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarða króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Vísir/Vilhelm Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9% Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia um ársuppfjör samstæðunnar. Þar kemur fram að tekjur hafi aukist um 15 prósent eða 6,9 milljarða króna og numið 51,9 milljarði króna. Farþegar um Keflavíkurflugvöll hafi verið rúmlega 8,3 milljónir á árinu samanborið við um 7,8 milljónir árið 2023. Þá segir að heildarafkoma ársins hafi verið jákvæð um 5,2 milljarð króna samanborið við 2,1 milljarð króna árið 2023. Jákvæð gengisáhrif vegna langtímalána hafi numið um 2,1 milljarði króna á árinu 2023 samanborið við 180 milljónir króna árið á undan. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að eldsumbrot í lok árs 2023 hafi haft neikvæð áhrif á fjölda farþega sem hafi farið um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári. Það hafi gert það að verkum að félagið hafi ekki náð tekjumarkmiðum sínum. „Því til viðbótar fengum við hlutfallslega fleiri tengifarþega en við gerðum ráð fyrir sem hafði á sama tíma neikvæð áhrif á tekjur Keflavíkurflugvallar. Aftur á móti tökum við fagnandi á móti tengifarþegunum okkar þar sem þau styrkja tengistöðina á Keflavíkurflugvelli til framtíðar. Afkoma félagsins og arðsemi þess var engu að síður góð en til að standa undir þeirri uppbyggingu sem er fram undan er nauðsynlegt að leita áfram leiða til að auka enn frekar arðsemi af rekstri félagsins,“ er haft eftir Sveinbirni. Ennfremur segir í tilkynningunnni árið 2024 hafi verið stærsta fjárfestingaár frá stofnun félagsins en þær hafi numið um 18,0 milljörðum króna og þar af hafi um 16,9 milljarðar fallið til á Keflavíkurflugvelli. „Á þessu ári og komandi árum er áfram gert ráð fyrir miklum fjárfestingaumsvifum tengt uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar. Það er gert ráð fyrir hóflegri fjölgun farþega árið 2025 eða um 0.8% en að sú fjölgun verði drifin áfram af komufarþegum til Ísland. Þá gera áætlanir félagsins ráð fyrir að um metár verði að ræða í fjölda ferðafólks til Íslands. Aðalfundur Isavia verður haldinn 26. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 gefin út,“ segir í tilkynningunni. Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Lykiltölur úr ársuppgjöri Isavia 2024 Tekjur: 51.917 milljónir króna Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA): 10.659 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) : 6.106 milljónir króna Heildarafkoma (tap) eftir skatta: 5.231 milljón króna Handbært fé: 5.889 milljónir króna Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 17.958 milljónir króna Eigið fé í lok tímabils: 49.293 milljónir króna Eiginfjárhlutfall: 42,9%
Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Uppgjör og ársreikningar Tengdar fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. 8. mars 2025 23:01