Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 25. mars 2025 15:31 Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr í dag kynntu atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra fyrirhugaða leiðréttingu á veiðigjaldi. Það er mikið fagnaðarefni að þjóðin fái loksins sanngjarnara gjald fyrir notkun á okkar sameiginlegu auðlind. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks Fólksins er einhuga um að við náum fram þessu réttlæti og að auðlindagjöld skuli renna að hluta til nærsamfélagsins. Strax í upphafi samstarf þessarar ríkistjórnar var hafist handa við að meta hvort að veiðigjald endurspeglaði í raun réttlát auðlindagjöld. Ljóst var í þeirri vinnu að gera þurfti breytingar svo að gjaldið endurspeglaði í raun verðmæti þess afla sem verið er að sækja í okkar sameiginlegu auðlind. Eitt af því sem oft er talinn styrkleiki í íslenskum sjávarútvegi er þessi lóðrétta samþætting – að sama fyrirtækið sér bæði um að veiða og vinna aflann. Vandinn er sá að þegar aflinn fer beint í eigin vinnslu, án þess að fara í gegnum opinn markað, þá verður ekkert raunverulegt markaðsverð til. Verðið verður bara ákveðið í samningum – ekki af frjálsum markaði. Ég fagna því fyrirhuguðum breytingum ráðherra á veiðigjaldi sem munu leiðrétta þessa skekkju. Gagnrýnendur hafa bent á að þessi leið sem nú verði farin muni hafa veruleg áhrif á litlu- og meðalstóru útgerðirnar. Það er mikilvægt að halda því til haga að svo verður ekki. Ráðherra hefur tilkynnt að samhliða verði frítekjumark hækkað sem mun gagnast þessum fyrirtækjum verulega. Það er ekki verið að hækka veiðigjald flatt án þess að koma til móts við sjónarmið þeirra fyrirtækja. Fiskurinn er ein verðmætasta auðlind þjóðarinnar, hann er líka í eigu hennar. Það er tímabært að gjöld fyrir afnot af henni endurspegli það verðmæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun