Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2025 10:22 Sólveig Anna segir nýjustu vendingar í kjaramálum verkalýðsleiðtoga með miklum ólíkindum, en þar fari fólk með sjóði félagsfólk eins og þeir séu í einkaeigu. Þórarinn Eyfjörð er sá nýjasti sem ætlar að ríða feitum hesti frá sínum starfslokum. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. „Þetta er enn eitt dæmi um þá sjálftöku sem því miður fær að viðgangast í íslensku samfélagi,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Í gær greindi Vísir frá því sem hlýtur að mega heita býsna feitur starfslokasamningur við Þórarin Eyfjörð sem snýst í stórum dráttum um að hann verði á launum næstu tvö og hálft ár. Þetta er rúmum sex mánuðum eftir endurkjör Þórarins í embætti formanns. Heildarupphæðin eru tæplega sjötíu milljónir og þær mun Sameyki greiða. Hvernig gerist svona? Sólveig Anna skilur ekki til að mynda hvernig stjórn Sameykis lætur hvarfla að sér að samþykkja annað eins og og þetta. „Það er ótrúlegt að sjá fólk sem hefur verið treyst fyrir svo mikilvægu hlutverki eins og því að leiða stéttarfélag fara með sjóði félagsfólk eins og það séu þeirra einkaeign,“ segir Sólveig Anna. Fram hefur komið að formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum og hefur hún sagt að þá upphæð muni hún ekki þiggja næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Úr ársreikningi Sameykis. „Vinnandi fólk í okkar samfélag hlýtur en vera komið með miklu meira en nóg af því að þurfa aftur og aftur að lesa fréttir af fólki sem virðist telja sig til einhvers konar yfirstéttar, taki til sín laun og fjármuni, þurfi ekki að stíga fram og útskýra og í það minnsta reyna að réttlæta hvers vegna þeir telja sig eiga heimtingu á þessum gríðarlega háu fjármunum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir svona fréttir vera að koma upp aftur og aftur, af sjálftöku foringja verkalýðshreyfingarinnar. Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár. Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
„Þetta er enn eitt dæmi um þá sjálftöku sem því miður fær að viðgangast í íslensku samfélagi,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi. Í gær greindi Vísir frá því sem hlýtur að mega heita býsna feitur starfslokasamningur við Þórarin Eyfjörð sem snýst í stórum dráttum um að hann verði á launum næstu tvö og hálft ár. Þetta er rúmum sex mánuðum eftir endurkjör Þórarins í embætti formanns. Heildarupphæðin eru tæplega sjötíu milljónir og þær mun Sameyki greiða. Hvernig gerist svona? Sólveig Anna skilur ekki til að mynda hvernig stjórn Sameykis lætur hvarfla að sér að samþykkja annað eins og og þetta. „Það er ótrúlegt að sjá fólk sem hefur verið treyst fyrir svo mikilvægu hlutverki eins og því að leiða stéttarfélag fara með sjóði félagsfólk eins og það séu þeirra einkaeign,“ segir Sólveig Anna. Fram hefur komið að formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum og hefur hún sagt að þá upphæð muni hún ekki þiggja næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Úr ársreikningi Sameykis. „Vinnandi fólk í okkar samfélag hlýtur en vera komið með miklu meira en nóg af því að þurfa aftur og aftur að lesa fréttir af fólki sem virðist telja sig til einhvers konar yfirstéttar, taki til sín laun og fjármuni, þurfi ekki að stíga fram og útskýra og í það minnsta reyna að réttlæta hvers vegna þeir telja sig eiga heimtingu á þessum gríðarlega háu fjármunum,“ segir Sólveig Anna. Hún segir svona fréttir vera að koma upp aftur og aftur, af sjálftöku foringja verkalýðshreyfingarinnar. Kári Sigurðsson er starfandi formaður Sameykis sem greiðir því laun tveggja formanna í á þriðja ár.
Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira