Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:32 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun