Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 30. mars 2025 20:00 Niðurstöður PISA hafa verið mikið til umræðu og versnandi árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegum samanburði. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD sem framkvæmir PISA kannanirnar, kom hingað til lands á dögunum í tengslum við alþjóðlegan leiðtogafund um málefni kennara. Andreas lét hafa eftir sér að honum fyndist íslenskir kennarar mjög næmir á aðstæður og að hann væri hrifinn af þeirri nemendamiðuðu nálgun sem viðhöfð er í íslensku skólakerfi. Honum finnst íslenska kerfið ekki alslæmt og nefndi í því samhengi að íslenskir nemendur séu sjálfstæðir, sýni almennt góða líðan og tilfinningu fyrir félagslegum tengslum. Þegar hann var spurður út í það sem mætti betur fara í íslensku skólakerfi þá nefndi hann að honum fyndist skorta skipulag í íslenskum skólum og að íslenskir kennarar væru að gefa ungu fólki röng skilaboð með því að gefa góðar einkunnir fyrir slaka vinnu. Varðandi samanburð Íslands við önnur lönd sem hafa staðið sig betur í PISA þá vildi hann meina að þau lönd sem standa sig betur en við sýndu meiri metnað og gerðar væru meiri og stöðugri væntingar til nemenda þar en á Íslandi. Auk þess væru kerfi þeirra góð og virðast laða að sér hæfileikaríkustu kennarana sem hann taldi mikilvægt því að hann segir að gæði menntunar verði aldrei meiri en gæði kennaranna. Honum finnst skipta miklu máli að fjárfesta í góðum reynslumiklum kennurum til að tækla krefjandi aðstæður og vill meina að íslenskir kennarar séu of linir en telur þá samt meina vel. Ég verð að segja að ég er hugsi yfir því sem þessi yfirmaður menntamála hjá OECD lætur hafa eftir sér um mín störf og annarra sem starfa á gólfinu í íslenskum skólum. Hvorki ég né kollegar mínir eru hafnir yfir gagnrýni en mér finnst svolítið djúpt í árinni tekið að segja að íslenska kennara vanti að skipuleggja sig betur, séu of linir og gefi nemendum röng skilaboð um hæfni þeirra. Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um né hvaðan hann hefur þessar upplýsingar. Það fagfólk sem ég hef unnið með í íslensku skólakerfi skipuleggur sig upp til hópa vel, sækir sér nýjustu upplýsingar varðandi menntamál og fer eftir þeim matsviðmiðum sem ber að fara eftir. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á skólamálum og atferli barna. Hef menntað mig sérstaklega hvað atferli barna varðar og tekist vel að halda utan um mína námshópa fram að þessu. Það er helst síðustu ár sem borið hefur á því að þær aðferðir sem ég hef beitt í gegnum tíðina hafa ekki verið að virka sem skyldi og fer því alltaf meiri tími í að finna leiðir til að halda uppi aga svo allir nemendur búi við góðar námsaðstæður. Og því miður eru alltaf að bætast fleiri nemendur í þann hóp sem er alveg sama um aðra og hafa engan vilja til að bæta sig, hvorki hvað nám varðar né samskipti við aðra. Þessir nemendur sjá oft ekki tilganginn með því að vera í skóla og það er erfitt að kenna þeim að setja sér markmið því þeir hafa ekki áhuga á neinu. Þetta finnst mér vera mesta áskorunin í íslensku skólakerfi, að eiga við þessa nemendur. Því miður þá líða hinir sem vilja læra fyrir það að mestur tími kennarans fer í að tækla þá sem trufla mikið og oft er áreitið í kennslustofunni hvorki börnum né fullorðnum bjóðandi. Við ykkur sem eruð að leita leiða til að bæta nám og líðan barna þá segi ég að það er ekki nóg að rýna bara í kennarann, hans aðferðir og leiðir til árangurs heldur þarf að rýna í fleiri þætti sem hafa áhrif í umhverfi barna. Er ekki kominn tími til að við hér á landi tökum heildræna nálgun á þetta og rýnum í alla þá þætti sem hafa áhrif í lífi barna. Þá þarf að skoða aðkomu stjórnvalda, þátt foreldra og allra þeirra sem koma að börnum svo við gleymum nú ekki áhrif barnanna sjálfra hvert á annað því að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við sem störfum í skólunum finnum fyrir afturkipp hvað ýmsa þætti varðar þó að margt gangi mjög vel. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er það sem tengist jafnrétti, skynsegin og hinsegin málefnum. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að eiga orðræðu við nemendur sem trúa því að sumir hópar eigi ekki að hafa sama rétt og aðrir. Við getum gert betur en til þess þurfum við öll að leggjast á eitt við að uppræta meinið. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður PISA hafa verið mikið til umræðu og versnandi árangur íslenskra ungmenna í alþjóðlegum samanburði. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD sem framkvæmir PISA kannanirnar, kom hingað til lands á dögunum í tengslum við alþjóðlegan leiðtogafund um málefni kennara. Andreas lét hafa eftir sér að honum fyndist íslenskir kennarar mjög næmir á aðstæður og að hann væri hrifinn af þeirri nemendamiðuðu nálgun sem viðhöfð er í íslensku skólakerfi. Honum finnst íslenska kerfið ekki alslæmt og nefndi í því samhengi að íslenskir nemendur séu sjálfstæðir, sýni almennt góða líðan og tilfinningu fyrir félagslegum tengslum. Þegar hann var spurður út í það sem mætti betur fara í íslensku skólakerfi þá nefndi hann að honum fyndist skorta skipulag í íslenskum skólum og að íslenskir kennarar væru að gefa ungu fólki röng skilaboð með því að gefa góðar einkunnir fyrir slaka vinnu. Varðandi samanburð Íslands við önnur lönd sem hafa staðið sig betur í PISA þá vildi hann meina að þau lönd sem standa sig betur en við sýndu meiri metnað og gerðar væru meiri og stöðugri væntingar til nemenda þar en á Íslandi. Auk þess væru kerfi þeirra góð og virðast laða að sér hæfileikaríkustu kennarana sem hann taldi mikilvægt því að hann segir að gæði menntunar verði aldrei meiri en gæði kennaranna. Honum finnst skipta miklu máli að fjárfesta í góðum reynslumiklum kennurum til að tækla krefjandi aðstæður og vill meina að íslenskir kennarar séu of linir en telur þá samt meina vel. Ég verð að segja að ég er hugsi yfir því sem þessi yfirmaður menntamála hjá OECD lætur hafa eftir sér um mín störf og annarra sem starfa á gólfinu í íslenskum skólum. Hvorki ég né kollegar mínir eru hafnir yfir gagnrýni en mér finnst svolítið djúpt í árinni tekið að segja að íslenska kennara vanti að skipuleggja sig betur, séu of linir og gefi nemendum röng skilaboð um hæfni þeirra. Ég veit ekki hvað maðurinn er að tala um né hvaðan hann hefur þessar upplýsingar. Það fagfólk sem ég hef unnið með í íslensku skólakerfi skipuleggur sig upp til hópa vel, sækir sér nýjustu upplýsingar varðandi menntamál og fer eftir þeim matsviðmiðum sem ber að fara eftir. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á skólamálum og atferli barna. Hef menntað mig sérstaklega hvað atferli barna varðar og tekist vel að halda utan um mína námshópa fram að þessu. Það er helst síðustu ár sem borið hefur á því að þær aðferðir sem ég hef beitt í gegnum tíðina hafa ekki verið að virka sem skyldi og fer því alltaf meiri tími í að finna leiðir til að halda uppi aga svo allir nemendur búi við góðar námsaðstæður. Og því miður eru alltaf að bætast fleiri nemendur í þann hóp sem er alveg sama um aðra og hafa engan vilja til að bæta sig, hvorki hvað nám varðar né samskipti við aðra. Þessir nemendur sjá oft ekki tilganginn með því að vera í skóla og það er erfitt að kenna þeim að setja sér markmið því þeir hafa ekki áhuga á neinu. Þetta finnst mér vera mesta áskorunin í íslensku skólakerfi, að eiga við þessa nemendur. Því miður þá líða hinir sem vilja læra fyrir það að mestur tími kennarans fer í að tækla þá sem trufla mikið og oft er áreitið í kennslustofunni hvorki börnum né fullorðnum bjóðandi. Við ykkur sem eruð að leita leiða til að bæta nám og líðan barna þá segi ég að það er ekki nóg að rýna bara í kennarann, hans aðferðir og leiðir til árangurs heldur þarf að rýna í fleiri þætti sem hafa áhrif í umhverfi barna. Er ekki kominn tími til að við hér á landi tökum heildræna nálgun á þetta og rýnum í alla þá þætti sem hafa áhrif í lífi barna. Þá þarf að skoða aðkomu stjórnvalda, þátt foreldra og allra þeirra sem koma að börnum svo við gleymum nú ekki áhrif barnanna sjálfra hvert á annað því að keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Við sem störfum í skólunum finnum fyrir afturkipp hvað ýmsa þætti varðar þó að margt gangi mjög vel. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er það sem tengist jafnrétti, skynsegin og hinsegin málefnum. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að eiga orðræðu við nemendur sem trúa því að sumir hópar eigi ekki að hafa sama rétt og aðrir. Við getum gert betur en til þess þurfum við öll að leggjast á eitt við að uppræta meinið. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun