Alþingi hafi átt að vera upplýst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að þáverandi utanríkisráðherra hefði átt að upplýsa Alþingi um uppfærslu á varnarsamningnum við Bandaríkin. Vísir Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær kom fram að viðauki, við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, hafi verið gerður árið 2017 án þess að Alþingi hafi verið upplýst hann. Í viðaukanum, er í nítján liðum er m.a. talið upp hvaða heimildir Bandaríkjaher hefur til að athafna sig við varnir landsins. Til mynda er kveðið á um að herinn og verktakar á hans vegum hafi óhindraðan aðgang að varnarsvæðum sínum eða því sem kallað er Operating Locations. Embættismaður utanríkisráðuneytisins undirritar svo samninginn fyrir hönd Íslands. Mundi ekki eftir þessum þætti málsins Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður í utanríkismálanefnd Alþingis á þessum tíma furðaði sig á því í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að nefndin hafi ekki verið upplýst á sínum tíma. Guðlaugur Þór Þórðarson þáverandi utanríkisráðherra mundi ekki eftir þessu tiltekna máli í hádegisfréttum en fagnaði því að öryggis- og varnarmál væru rædd. „Ég man ekki eftir þessum þætti málsins. En það var ekki verið að leyna neinu fyrir þing eða þjóð,“ sagði Guðlaugur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þurfi að upplýsa Alþingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gerir ekki athugasemdir við viðaukann frá 2017 en segir mikilvægt að Alþingi sé upplýst við afgreiðslu slíkra mála. „Það þarf að gæta vel að því að upplýsa alltaf utanríkismálanefnd og Alþingi um helstu breytingar og áherslur í svona málum. Það virðist hafa skort á að utanríkismálanefnd hafi verið upplýst í þessu máli og við lærum af því,“ segir Þorgerður. Þorgerður segir mikilvægt að rýna enn frekar í varnarsamninginn. Hann þurfi til að mynda að ná yfir netárásir og skemmdarverk á innviðum á sjó og landi. „Það er eðlilegt að við tökum það upp í samtölum við Bandaríkin og aðrar vinaþjóðir innan Nató,“ segir Þorgerður.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira