Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. apríl 2025 20:03 Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar