„Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. apríl 2025 21:53 Borche Ilievski talar við sína menn í leiknum í Garðabænum í kvöld. Vísir/Pawel Borche Ilievski þjálfari ÍR kallaði eftir framlagi frá fleiri leikmönnum í sínu liði í kvöld og talaði sérstaklega um hugarfar eins leikmanns í sínu liði. Hann sagði að ÍR-inga hefði vantað að taka lokaskrefið þegar liðið náði ágætu áhlaupi í þriðja leikhluta. „Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“ Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Ég held að úrslitin gefi ekki rétta mynd af leiknum. Við missum einbeitingu og Stjarnan nær góðri forystu. Oft á tíðum vorum við nálægt þeim og minnkuðum muninn. Þetta var jafn leikur en við náðum ekki þessu lokaskrefi. Ef við hefðum náð forystunni þá held ég að þetta hefði spilast öðruvísi. Til hamingju Stjarnan, þeir voru betra liðið í dag,“ sagði Borche við Andra Má Eggertsson eftir leik í dag. Stjarnan hafði mikla yfirburði í fráköstum í leiknum. Þeir unnu frákastabaráttuna 50-27 og þar af sóknarfráköstin 19-5. Shaquille Rombley reynir að sækja frákast.Vísir/Pawel „Þegar við skoðum tölfræðina og fráköstin þá taka þeir nærri því tvöfalt fleiri. Þeir sem stjórna fráköstunum stjórna leiknum. Nokkrir minna leikmanna spiluðu ekki eins og ég bjóst við. Við þurfum meira frá öðrum leikmönnum, Falko getur ekki gert þetta einn. Hann átti frábæran leik en við þurfum að hjálpa honum, þetta er liðsíþrótt,“ en Jacob Falko skoraði 41 stig fyrir ÍR í kvöld. Borche hrósaði Ægi Þór Steinarssyni leikmanni Stjörnunnar og sagði það ekkert hafa komið sérlega mikið á óvart að hann hafi ekki verið settur til höfuðs Jacob Falko. „Ægir átti mjög góðan leik og það kemur ekki á óvart, hann er líklega besti leikstjórnandinn í deildinni. Hins vegar á okkar leikskipulag að virka. Hann fékk opin þriggja stiga skot í byrjun sem gaf honum sjálfstraust. Hann var mjög góður í kvöld.“ Matej Kavas hefur verið í stóru hlutverki hjá ÍR í vetur. Hann hefur skorað 16 stig að meðaltali og hitt úr um það bil 45% þriggja stiga skota sinna. Hann setti hins vegar ekki eitt slíkt niður í kvöld og skoraði aðeins tvö stig í leiknum. Matej Kavas náði sér ekki á strik og Borche Ilievski þjálfari ÍR gagnrýndi hann eftir leik.Vísir/Pawel „Ég held að Kavas þurfi að vera jákvæðari, þetta snýst um hvernig hann nálgast leikinn og hugarfarið. Hann þarf að vera jákvæðari. Þetta er úrslitakeppnin og við þurfum að njóta. Við eigum ekki að vera stressaðir, enginn er að búa til eitthvað stress.“ „Við þurfum bara að mæta og berjast og njóta leiksins. Þetta snýst um karakter hjá honum, hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa. Vonandi breytist þetta í næsta leik.“
Bónus-deild karla ÍR Stjarnan Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira