Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 23:01 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Bjarni Fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Ísland á hverju ári nálgast óðfluga hundrað þúsund talsins. Vonir standa til að beint flug hefjist á milli landanna innan næstu tveggja ára. Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“ Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Árið 2023 heimsóttu 53 þúsund kínverskir ferðamenn Ísland. Ári síðar var sá fjöldi kominn upp í 96 þúsund. He Rulong sendiherra Kína á Íslandi ræddi þessa þróun á pallborði um samstarf Kína og Íslands. Hann segir ástæður vinsælda landsins meðal Kínverja augljósar. „Kínverska þjóðin elskar Ísland, þeir koma hingað til að sjá fallega landslagið og kunna líka að meta íslenska menningu. Hvers vegna koma svona margir til Íslands, það er vegna þess að þeir elska norðurljósin en líka náttúruna sem er ein sú fegursta í heimi.“ Beint flug fyrir árið 2027 Sökum þessara gríðarlegu vinsælda Íslands hjá kínverskum ferðamönnum telja forsvarsmenn Isavia nú allar líkur á að beint flug hefjist á milli Íslands og Asíu von bráðar. Framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia hefur undanfarin ár átt í viðræðum við kínversk flugfélög um flug hingað til lands. „Þetta er orðinn stærsti einstaki markaðurinn þar sem við erum ekki með beint flug þannig að við erum búin að vera að vinna mjög markvisst að því síðustu tvö árin að eiga góð samtöl í Asíu við flugfélög og flugvelli og teljum að þetta sé raunhæft fyrir árið 2027.“ Málið snúist ekki bara um að ferja hingað ferðamenn frá Asíu heldur líka um fragtflug þar sem íslenskum og kínverskum kaupmönnum bjóðist kostur á að ferja vörur á milli landanna á mun styttri tíma en áður. „Við teljum að efnahagsleg áhrif af beinu flugi til Kína yrðu alveg gríðarlega mikil og að þetta yrði ein sú allra verðmætasta einstaka tengingin frá Íslandi til umheimsins.“
Kína Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira