Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þegar lögregla var komin á vettvang var gerandi farinn. Hann fannst skömmu síðar og var vistaður í fangageymslu.
Alls gistu sex í fangageymslu lögreglu í nótt og voru skráð 102 mál frá klukkan 17 og til fimm í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglu sinnti lögregla töluverðu af útköllum vegna ölvunarláta í miðbæ Reykjavíkur auk þess sem fleiri líkamsárásir voru tilkynntar þar. Þá hafði lögregla einnig afskipti af þó nokkrum vegna fíkniefna- og vopnalagabrota.
Köstuðu steinum í bíl
Þá var einhver fjöldi ökumanna stöðvaður og einhverjir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Í dagbókinni er þó einnig minnst á önnur verkefni. Til dæmis var tilkynnt um ungmenni að kasta grjóti í bíla í hverfi 104 og tilkynnt um eld í fjölbýlishúsi. Það reyndist þó sem betur fer aðeins vera reykur frá bakaraofni sem gleymst hafði að slökkva á.