Innlent

Blóð­bað, þing­menn ganga á dyr og ógnin við Reykja­vík

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Hlutabréf hríðféllu við opnun markaða og greinendur lýsa deginum sem blóðbaði. Kínversk stjórnvöld saka Bandaríkjaforseta um efnahagslegt ofbeldi. Við förum yfir rauðan dag á mörkuðum og efnahagslega óvissu í kvöldfréttum Stöðvar 2 auk þess að ræða við hagfræðinginn Konráð S. Guðjónsson í beinni.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út af þingfundi í dag og sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um fjármálaáætlun. Við verðum í beinni frá Alþingi og förum yfir uppákomuna með fjármálaráðherra og þingmanni Miðflokksins.

Kvikugangurinn stóri, sem myndaðist í eldsumbrotunum við Grindavík í síðustu viku, minnir óþyrmilega á þá ógn sem Reykjavíkursvæðinu gæti stafað af Reykjaneseldum. Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og sýnir meðal annars nýlegt dæmi þess að kvikugangar geta brotist upp með eldgosi jafnvel tugi kílómetra frá megineldstöð.

Þá förum við á Esjuna og kíkjum á Steininn þekkta sem rann niður fjallið á dögunum og förum á kóræfingu með karlakórum sem hafa vart undan í tónleikahaldi.

Auk þess hittum við landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta sem stefnir á sigur gegn Sviss á morgun og í Íslandi í dag kynnir Sindri Sindrason sér hátt íbúðaverð og skoðar hvað megi fá fyrir peninginn.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×