„Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 11:09 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir Félag atvinnurekenda á villigötum og hafnar með öllu „tilhæfulausum aðdróttunum“ félagsins í garð Ríkisendurskoðunar um vanhæfi þeirra til að fjalla um Íslandspóst ohf. Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum. Pósturinn Félagasamtök Alþingi Ríkisendurskoðun Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Ríkisendurskoðun hafnar því jafnframt í tilkynningu að embættið hafi villt um fyrir Alþingi í mars í fyrra þegar birtar voru niðurstöður frumathugunar á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019. Fjallað var um málið í Morgunblaðinu í gær og að Félag atvinnurekenda hefði nýverið sent erindi til innviðaráðuneytisins þar sem þessu var haldið fram. Ríkisendurskoðun segir í tilkynningu sinni að þau hafi ekki fengið afrit af þessu bréfi eða félagið verið í samskiptum við embættið vegna málsins. „Er hér um að ræða endurtekið efni af hálfu félagsins eftir birtingu frumathugunarinnar án þess að það hafi með nokkrum hætti leitast við að rökstyðja endurteknar dylgjur sínar eða afla skýringa sem varða hlutverk eða stjórnsýslu Ríkisendurskoðunar,“ segir í tilkynningunni. ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekandaVísir/Vilhelm Embættið segir niðurstöður sínar úr frumathugun á framkvæmd og eftirliti með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019 skýrar og standa óhaggaðar. Í niðurstöðunum hafi komið fram að margar af þeim spurningum sem komu fram í úttektarbeiðni Alþingis hafi ekki lútið að lögbundnu hlutverki og verksviði embættisins auk þess sem margar spurninganna hafi þegar fengið úrlausn hjá tilskildum eftirlitsaðilum. Sjá einnig: Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm „Það er alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi, en hann er trúnaðarmaður þess að lögum og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Samkvæmt lögum er ríkisendurskoðandi endurskoðandi Íslandspósts ohf. Athugun og endurskoðun á réttleika rekstrarupplýsinga er lögbundið hlutverk embættisins og skapar því ekki vanhæfi í störfum sínum. Eins og dæmin sanna geta vissulega fylgt opinberum rekstri álitamál sem takast á við hinar ýmsu skoðanir og viðskiptalega hagsmuni á markaði. Við störf Ríkisendurskoðunar er horft til þess að gagnrýni beri mestan árangur ef hún er málefnaleg og vel rökstudd,“ segir að lokum.
Pósturinn Félagasamtök Alþingi Ríkisendurskoðun Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira