Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2025 19:33 Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. Fréttastofa hefur undir höndum myndbandsupptökur af atvikinu. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir þetta sýna að ekki sé hægt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. Hvalveiðivertíðin 2023 átti að hefjast þann 21. júní en þáverandi matvælaráðherra seinkaði þeim til 1. september með reglugerð vegna álits fagráðs um velferð dýra þess efnis að veiðiaðferðirnar við veiðar á stórhvelum samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST voru 14 kvendýr og 9 karldýr drepin á umræddri vertíð. Ekki reyndist unnt að skrá kyn á einu dýrinu því það tapaðist og sökk til botns þegar lína slitnaði. Ein kýr var þá skráð með fóstri. Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Á Hval 8 voru þrjú dýr skotin tveimur skotum en á Hval 9 voru þau tvö. Í skýrslunni er þá tilgreindur dauðatími hvers hvals. Sautján dýr drápust samstundis, tvö dýr á einni til fimm mínútum, þrjú á sex til tíu mínútum og eitt á ellefu til fimmtán mínútum. Eitt þeirra háði þá þrjátíu og fimm mínútna dauðastríð. Ísland sé hluti af stærri heild og beri ábyrgð Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Mér finnst þetta óhugnanlegt og hræðilegt að sjá að dýrið hefur kvalist svona lengi. Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna, svo sem það sem við vitum að það er ekki hægt að tryggja það að svona stórir hvalir séu veiddir með mannúðlegum hætti.“ Katrín segist nema mikla skautun í samfélaginu í afstöðu til hvalveiða. „Sumir telja þetta vera algjörlega frábært og vera partur af okkar fullveldi og annað en ég held við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum ekki lítil eining, við erum partur af stærri heild.“ Og sem slík beri Ísland ábyrgð. „Við höfum skuldbundið okkur að hjálpa til við það markmið sem er að bjarga hafinu og þar spila hvalir einfaldlega lykilhlutverk. Ég veit til þess að það er verið að undirbúa lögfræðilegar aðgerðir gegn Íslandi vegna þess að við þrjóskumst við og höldum þessu óarðbæru veiðum áfram þrátt fyrir að vita betur og ég held að þegar við fáum svona sannanir í fangið eins og þessi myndbönd, þá verðum við að hafa hugrekki til að krefja okkar stjórnvöld um að stoppa þetta.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalir Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02 Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Hvalveiðivertíðin 2023 átti að hefjast þann 21. júní en þáverandi matvælaráðherra seinkaði þeim til 1. september með reglugerð vegna álits fagráðs um velferð dýra þess efnis að veiðiaðferðirnar við veiðar á stórhvelum samræmdust ekki lögum um velferð dýra. Samkvæmt eftirlitsskýrslu MAST voru 14 kvendýr og 9 karldýr drepin á umræddri vertíð. Ekki reyndist unnt að skrá kyn á einu dýrinu því það tapaðist og sökk til botns þegar lína slitnaði. Ein kýr var þá skráð með fóstri. Samantekt á fjölda skota á hvert dýr leiddi í ljós að af 24 dýrum voru 5 tvískotin. Á Hval 8 voru þrjú dýr skotin tveimur skotum en á Hval 9 voru þau tvö. Í skýrslunni er þá tilgreindur dauðatími hvers hvals. Sautján dýr drápust samstundis, tvö dýr á einni til fimm mínútum, þrjú á sex til tíu mínútum og eitt á ellefu til fimmtán mínútum. Eitt þeirra háði þá þrjátíu og fimm mínútna dauðastríð. Ísland sé hluti af stærri heild og beri ábyrgð Katrín Oddsdóttir er lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Mér finnst þetta óhugnanlegt og hræðilegt að sjá að dýrið hefur kvalist svona lengi. Fyrst og fremst finnst mér þetta sýna, svo sem það sem við vitum að það er ekki hægt að tryggja það að svona stórir hvalir séu veiddir með mannúðlegum hætti.“ Katrín segist nema mikla skautun í samfélaginu í afstöðu til hvalveiða. „Sumir telja þetta vera algjörlega frábært og vera partur af okkar fullveldi og annað en ég held við þurfum að fara að átta okkur á því að við erum ekki lítil eining, við erum partur af stærri heild.“ Og sem slík beri Ísland ábyrgð. „Við höfum skuldbundið okkur að hjálpa til við það markmið sem er að bjarga hafinu og þar spila hvalir einfaldlega lykilhlutverk. Ég veit til þess að það er verið að undirbúa lögfræðilegar aðgerðir gegn Íslandi vegna þess að við þrjóskumst við og höldum þessu óarðbæru veiðum áfram þrátt fyrir að vita betur og ég held að þegar við fáum svona sannanir í fangið eins og þessi myndbönd, þá verðum við að hafa hugrekki til að krefja okkar stjórnvöld um að stoppa þetta.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hvalir Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02 Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11
Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. 20. desember 2024 19:02
Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30