Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2025 06:09 Agnes Veronika hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Reykjavíkurborg Leikskólastjórinn á Maríuborg í Grafarholti í Reykjavík hefur sagt upp störfum. Nokkur styr hefur staðið um leikskólastjórann síðustu misserinn og rataði það í fjölmiðla fyrr á árinu að foreldrar um sextíu barna á leikskólanum hefðu sent borgarráði bréf þar sem þess var krafist að honum yrði vikið frá störfum. Snerust kvartanirnar um starfshætti á leikskólanum. Leikskólastjórinn, Agnes Veronika Hauksdóttir, segir frá því að hún hafi hætt störfum í hverfisgrúppu yfir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal á Facebook. Þar segir hún ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda, en nauðsynlega „eftir persónulegt einelti“ sem hún hafi orðið fyrir í starfi. „Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ segir Agnes Veronika í færslunni. Agnes hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Í samtali við Morgunblaðið segir Agnes að hún sé að hætta störfum vegna „hávaða“ en ekki „af faglegum rökum“. Hún telur að sögur af slæmum starfsháttum séu uppspuni samstarfsfólks sem hafi af ásettu ráði reynt að koma höggi á hana vegna persónulegra erja. Í bréfi foreldra barna við leikskólann til borgarráðs var Agnes sökuð um brot á lögum og að hegðun hennar hefði leitt til þess að sautján starfsmenn hið minnsta hafi sagt upp störfum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01 Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Leikskólastjórinn, Agnes Veronika Hauksdóttir, segir frá því að hún hafi hætt störfum í hverfisgrúppu yfir íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal á Facebook. Þar segir hún ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda, en nauðsynlega „eftir persónulegt einelti“ sem hún hafi orðið fyrir í starfi. „Ég gerði mitt allra besta fyrir börnin, starfsfólkið foreldra – og þrátt fyrir að alls konar óvæntar uppákomur geti alltaf átt sér stað í flóknum störfum, þá á enginn að þurfa að þola niðurrif eða persónulegar árásir,“ segir Agnes Veronika í færslunni. Agnes hafði unnið á leikskólanum í um áratug þegar hún tók við leikskólastjórastöðunni árið 2023. Í samtali við Morgunblaðið segir Agnes að hún sé að hætta störfum vegna „hávaða“ en ekki „af faglegum rökum“. Hún telur að sögur af slæmum starfsháttum séu uppspuni samstarfsfólks sem hafi af ásettu ráði reynt að koma höggi á hana vegna persónulegra erja. Í bréfi foreldra barna við leikskólann til borgarráðs var Agnes sökuð um brot á lögum og að hegðun hennar hefði leitt til þess að sautján starfsmenn hið minnsta hafi sagt upp störfum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01 Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. 24. janúar 2025 07:01
Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins. 24. janúar 2025 12:06