Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar 14. apríl 2025 12:00 Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Með hækkandi aldri þjóðarinnar og þeirri fjölgun sem hefur átt sér stað í samfélaginu hefur fjöldi sjúklinga sem leggst inn á Landspítala aukist um 5% á síðustu þremur árum. Þessi fjölgun nemur um tveimur stórum legudeildum en á sama tíma hefur hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ekki fjölgað í takt við þessa þróun. Hver og einn þeirra sinnir því fleiri sjúklingum en áður og gerir það að verkum að þeir upplifa mikið álag og að þeir nái ekki að sinna þörfum sjúklinga sem þeir best vildu. Það var alveg ljóst að við þessu þurfti að bregðast, bæði með hagsmuni og velferð sjúklinga sem starfsfólks að leiðarljósi. Það kemur líklega engum á óvart að sýnt hefur verið fram á það að mönnun hjúkrunarfræðinga er beintengd við afdrif og útkomu sjúklinga. Góð mönnun hjúkrunafræðinga þýðir að legutími sjúklinga styttist, dánartíðni lækkar, fylgikvillum sjúkrahúslegu fækkar og lífsgæði sjúklinga aukast. Þá hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum reiðir betur af starfi sjúkraliðar við hlið hjúkrunarfræðinga. Og þvert á það sem einhverjir kynnu að halda, þá hefur góð mönnun hjúkrunarfræðinga jafnframt jákvæð áhrif á rekstur sjúkrahúsa þar sem bætt útkoma sjúklinga eykur hagkvæmni í rekstri. Við í framkvæmdastjórn Landspítala ákváðum að bregðast við þessu aukna álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með því að forgangsraða fjármagni til bráðalegudeilda sjúkrahússins svo hægt verði að fjölga í þessum tveimur starfsstéttum. Þannig viljum við bæta gæði hjúkrunar og þeirra meðferða sem veittar eru á Landspítala, efla þjónustu við sjúklinga, auka öryggi þeirra og útkomu. Raunar er markmið okkar að slá tvær flugur í einu höggi, því með því að draga úr núverandi álagi á hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verða störf þeirra eftirsóttari innan spítalans. Það mun hafa í för með sér öruggari heilbrigðisþjónustu sem aftur leiðir til bættrar heilsu þjóðarinnar. Við munum á næstu mánuðum fjölga hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum sem starfa á legudeildum spítalans og vil ég hvetja áhugasama til að taka þátt í okkar öfluga starfi, en sækja má um störfin hér. Hjá okkur starfar frábær hópur hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem hafa staðið í framlínunni við krefjandi aðstæður og nú er mál að styðja við þá og þeirra starf með því að fjölga í hópnum og gera enn betur. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar