„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2025 13:30 Finnur Freyr hefur aldrei stýrt Val til sigurs gegn Grindavík í Smáranum en þarf að gera það í kvöld. Vísir / Diego Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir. „Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur. Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
„Við vitum að við erum með bakið upp við vegg og vitum að ef við töpum í kvöld þá er tímabilið búið, en við ætlum bara að fara á fullu í þetta og reyna að gera betur en í síðustu leikjum“ sagði Finnur í samtali við Vísi. Valur vann fyrsta leikinn en síðan hefur Grindavík unnið síðustu tvo, þar af síðasta leik á Hlíðarenda eftir að hafa tapað tíu leikjum þar í röð. „Grindavík er bara búið að vera að gera mjög vel í seríunni. Hafa verið að spila mjög góða vörn og eru með mikil einstaklingsgæði í [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane sem við höfum verið að ströggla með. En þetta hafa verið jafnir leikir alveg fram í lok þriðja eða byrjun fjórða, þá höfum við misst þá frá okkur. Við þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum, það er kannski þá helst sem við söknum Kára, en við verðum bara að vera fókuseraðir í því sem við erum að reyna að gera á lykilstundum í leiknum.“ Stóru mennirnir í Grindavík, Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson, áttu frábæran leik síðast og spiluðu stóran þátt í sigrinum. „Við vorum að missa bæði Mortensen og Óla í full auðveld skot, sérstaklega Mortensen svona framan af og hann komst svolítið í gang þá. En í fyrsta leiknum var það Breki og svo kom Arnór líka með frábæra innkomu síðast. Þrátt fyrir það var leikurinn í járnum, eins og leikurinn á undan, langt framan af. En eins og ég segi verðum við að halda fókus betur varnarlega og gera betur sóknarlega þegar mest á reynir.“ Taiwo Badmus ræðst til atlögu gegn Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen.vísir Valur hefur aldrei unnið Grindavík í Smáranum. Úrslitaserían fór vannst á heimavelli og Grindavík vann síðan með sjö stigum þegar liðin mættust í deildarleik í desember. „Við erum búnir að tapa slatta af leikjum í röð á móti þeim þar en okkur hefur svosem liðið ágætlega í Smáranum að öðru leiti, unnum bikarinn þar núna í mars. Þannig að Smárinn sem slíkur er ekkert verra hús en eitthvað annað“ sagði Finnur.
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira