Guðrún beið afhroð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2025 19:02 Guðrún kom engum vörnum við gegn Hammarby. Alex Grimm/Getty Images Guðrún Arnardóttir bar fyrirliðabandið þegar Svíþjóðarmeistarar Rosengård steinlágu fyrir Hammarby í efstu deild sænska fótboltans, lokatölur 4-0. Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig. Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
Rosengård hafði byrjað tímabilið nokkuð vel og unnið fyrstu tvo leiki sína 1-0 og var því með fullt hús stiga þegar Hammarby var sótt heim. Heimaliðið hafði farið frábærlega af stað og það var ljóst snemma leiks hvort liðið væri tilbúnara. Julie Blakstad kom Hammarby yfir strax á fjórðu mínútu og Ellen Wangerheim tvöfaldaði forystuna á 18. mínútu leiksins. Undir lok fyrri hálfleiks skoruðu heimakonur tvö mörk til viðbótar. Hin 18 ára Smilla Holmberg gerði þriðja markið og Vilde Hasund bætti fjórða markinu við þegar ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks. Staðan 4-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Guðrún spilaði allan leikinn í hjarta varnar Rosengård sem er nú í 6. sæti með sex stig að loknum þremur umferðum. Íslendingalið Halmstad vann 1- 0 sigur á Öster þökk sé sigurmarki hins 17 ára gamla Bleon Kurtulus. Um var að ræða fyrsta mark Halmstad á tímabilinu og þar af leiðandi fyrsta sigurinn. Gísli Eyjólfsson spilaði allan leikinn á meðan Birnir Snær Ingason kom inn af bekknum á 79. mínútu. Bleon Kurtulus! HBK:s 17-åring nickar 1-0 för HBK i den 94:e matchminuten! 🤯📲 Se Halmstads BK - Östers IF på Max pic.twitter.com/NZwNjBf0Vt— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 14, 2025 Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 73. mínútu og nældi sér í gult spjald þegar Malmö gerði markalaust jafntefli við AIK. Malmö er í 3. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Halmstad er í 16. sæti með þrjú stig. Þýskaland Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék aðeins síðustu tíu mínúturnar þegar Bayer Leverkusen gerði 1-1 jafntefli við annars slakt lið Köln. Leverkusen er nú með 37 stig í 4. sæti, þrettán stigum á eftir toppliði Bayern München. Á sama tíma er Köln í 11. sæti – því næstneðsta – með aðeins átta stig. Danmörk Íslendingalið Sönderjyske vann mikilvægan 1-0 sigur á Vejle í efstu deild karla. Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn í miðverði á meðan Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum þegar rétt rúm klukkustund var liðin af leiknum. Sigurinn þýðir að Sönderjyske er nú með 23 stig, fjórum meira en Lyngby sem situr í fallsæti með 19 stig ásamt botnliði Vejle sem er með 17 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira