„Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 22:09 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Diego Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var eðlilega sár og svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“ Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Sjá meira
Finnur og lærisveinar hans máttu þola átta stiga tap gegn Grindavík í kvöld og eru þar með komnir í snemmbúið sumarfrí. Finnur segir að sama uppskrift hafi orðið hans mönnum að falli í seinustu þremur leikjum. „Bara eiginlega það sama og í síðustu tveimur leikjum á undan. Þegar hægist á leiknum þá eru þeir bæði að spila vel varnarlega og við í vandræðum með að skapa okkur skot. Á hinum endanum eru þeir svo með Pargo og Kane sem er erfitt að dekka einn á einn. Þeir eru að búa til skot og setja skotin.“ „Svo erum við líka bara að fara illa með hluti. Við fáum á okkur tvö stig eftir sóknarfrákast í víti, köstum boltanum nokkrum sinnum út af og nýtum ekki þau stóru skot sem við tókum. Heilt yfir var Grindavík betra liðið í þessari seríu og átti sigurinn fyllilega skilinn þó ég hefði viljað fá einn leik í viðbót. Ég óska þeim bara til hamingju.“ Valsmenn leiddu lengst af í leik kvöldsins og voru með tíu stiga forskot framan af 3. leikhluta. „Mér fannst þeir bara meira aggressívir þegar þeir voru að koma út og mér fannst við vera að hleypa þeim dýpra. Við vorum að senda þá mikið á vítalínuna og að sama skapi náðum við ekki sama flæði í sóknarleiknum.“ Þá segir hann tímabilið í heild ekki vera vonbrigði, þrátt fyrir að niðurstaða kvöldsins hafi verið vonbrigði. „Að detta út í átta liða úrslitum eru klárlega vonbrigði. En ef maður horfir til baka og skoðar stöðuna sem við vorum í í deildinni í nóvember með þrjá sigra og sjö töp. Við náðum að snúa því við og enda með heimaleikjarétt og unnum bikarinn. Þannig það er erfitt að tala um að þetta hafi verið algjör vonbrigði.“ „En eftir þrjú góð ár þar sem við höfum farið í lokaúrslitin þá eru þetta auðvitað ákveðin vonbrigði. Auðvitað er hægt að tala um mikil meiðsli. Ég er frá fyrstu tvo mánuðina, Kristó er frá í upphafi tímabils og annað árið í röð erum við að missa leikstjórnandan okkar í erfið meiðsli sem binda enda á tímabilið hans. Ég held að heilt yfir hafi þetta verið erfitt tímabil og við hefðum getað gert betur. Við náðum okkur aldrei almennilega í gang eftir bikarinn og svo eru greinilega lið sem eru betri en við.“
Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Sjá meira