Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:45 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt. Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt.
Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira