Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 07:53 Ingvi Eðvarðsson leigubílstjóri og framkvæmdarstjóri hjá Aðalstöðinni er ekki sáttur við breytingarnar. Hærra gjald leggist beint á neytendur. Vísir/Anton Brink Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. Í dag greiða leigubílstjórar 490 krónur fyrir hverja staka ferð en leigubílstjórum var tilkynnt í síðustu viku að hækka ætti gjaldið í allt að 990 krónur fyrir hverja staka ferð um næstu mánaðamót. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu mikil hækkunin verður eða hvenær hún taki gildi. Breytingar á aðstöðu leigubílstjóra séu í skoðun og samráði. Isavia hafi fundað með leigubílstjórum og ákveðið að taka málið til frekari skoðunar og samráðs í kjölfarið. Upplýsingafundur frekar en samráð Ingvi Eðvarðsson framkvæmdastjóri hjá Aðalstöðinni í Reykjanesbæ segist ekki hafa upplifað það á fundi með Isavia fyrir tæpri viku að nokkuð samráð væri í gangi. Honum, og tveimur öðrum frá Aðalstöðinni, hefði verið boðið á fund hjá Isavia sem hann hafi frekar upplifað sem upplýsingafund. „Mér líst alls ekki vel á þessar breytingar,“ segir Ingvi og að breytingin sé ekki í neinu samræmi við þá þjónustu sem Isavia veitir þeim sem þjónusta flugvöllinn. „Við héldum að þetta ætti að vera samráðsfundur um það sem betur mætti fara í kringum flugstöðina. Og hvað við mættum gera til að taka þátt í að þjónusta stöðina betur. En þessi fundur var bara upplýsingafundur til að láta okkur vita hvað þeir væru að fara að gera. Ég er alls ekki sáttur við þetta.“ Ingvi telur gjaldið sem Isavia tilkynnti um upprunalega ósanngjarnt, sérstaklega ef miðað er við það að ekki eigi að bæta þjónustuna. Hann gagnrýnir að til dæmis hafi stæðum fyrir fyrirfram pantaða leigubíla verið fækkað umtalsvert. Leigubílarnir bíða á ákveðnu svæði við flugvöllinn eftir því að komast að röðinni þar sem farþegarnir koma út. Vísir/Anton Brink Færri stæði fyrir fyrirframpantanir „Það eru mikil þægindi fyrir flugfarþega að geta til dæmis pantað bíl í gegnum Internetið á meðan þú ert staddur í Bandaríkjunum. Þá áttu von á því að viðkomandi bíði í komusalnum með spjald merkt þér,“ segir Ingvi. Í fyrra hafi verið tekin frá allt að 30 til 40 bílastæði við flugvöllinn fyrir þessa starfsemi en í dag séu þau aðeins um tíu til tólf. „Það stendur ekki til að breyta þessu. Í staðinn á að setja upp annað bílaplan beint fyrir framan komusalinn sem þeir ætla að kalla Premium-bílastæði og þar verður gjaldið hærra. Þetta er þá fyrir sérfarþega sem panta sér bíla fyrir fram. Þeir ætla að taka sér stærri skerf af kökunni.“ Hann segir að gera megi ráð fyrir því að allar hækkanir leggist beint á neytendur. „Þetta getur ekki lent á bílstjóranum. Hann er ekki að fá meira út úr þessu. Þetta er í ólestri og við áttum ekki von á því að Isavia myndi taka þátt í að hækka verðlag og bjóða enga umfram þjónustu á móti. Það er ekkert nýtt fyrir bílstjóra eða komufarþega sem koma þarna.“ Strangar reglur eru um hegðun og framkomu leigubílstjóra sem sækja farþega við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Anton Brink Allt að milljón á ári Til að fá einhverja hugmynd um það hversu mikið bílstjórar greiða til Isavia segir Ingvi að bílstjóri sem sinni að mestu ferðum til og frá flugstöðinni geti verið að keyra til og frá höfuðborginni allt að fimm sinnum á dag. Séu ferðirnar fimm getur leigubílstjórinn verið að greiða 2.450 á dag. Séu ferðirnar fimm og verði gjaldið hækkað í 990 verður það 4.950 á dag. Ingvi segir marga leigubílstjóra aka alla daga en ef miðað er við venjulega vinnuviku í venjulegum mánuði og að virkir dagar séu um 20 getur einn bílstjóri verið að greiða 49.000 á mánuði eða 588.000 á ári. Verði gjaldið hækkað í 990 yrðu það 99.000 á mánuði og 1.188.000 krónur á ári. „Það er mjög algengt að þeir sem eru að aka stórum, sex til níu sæta bílum, fyrir hótel og ferðaþjónustu, séu að koma á flugstöðina allt að fimm sinnum á sólarhring,“ segir Ingvi. Sjá einnig: Metfjöldi farþega í mars Hann segir það skrítnasta við gjaldtökuna að fyrir nokkrum árum hafi komugjaldið verið allt annað. Þá hafi leigubílstjórum staðið til boða að kaupa árskort, mánaðarkort eða tíu skipta kort. Mánaðarkortið hafi til dæmis aðeins kostað um 120 þúsund. „Leigubílstjórar settu þetta aldrei inn í gjaldið sitt. Þetta var aðstöðugjald og þá máttirðu koma eins oft upp að flugstöðinni og þig lystir. Nú ert þetta 490 krónur fyrir hverja ferð og hækkar umtalsvert 1. maí. Þetta fer beint í verðlagið og flestar leigubílstöðvar setja þetta í verðskrána,“ segir Ingvi og að það megi búast við því að það verði þannig áfram. Gjald fyrir staka ferð óbreytt frá 2015 Isavia segir málið enn til skoðunar og að hækkunin gæti orðið önnur en upprunalega var tilkynnt um. „Við á Keflavíkurflugvelli höfum átt í virku og góðu samtali við leigubílstjóra og leigubílastöðvar síðustu árin vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á aðstöðunni fyrir leigubíla við flugstöðina á vellinum,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Guðjón Helgason hjá Isavia undirstrikar að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Enn sé samráð í gangi. Vísir/Arnar Hann segir starfsmenn Isavia hafa síðustu vikur fundað með fulltrúum leigubílastöðva. „Þeir þáðu fundarboð okkar til þess að fara yfir þá ákvörðun að hækka gjaldið sem rukkað er fyrir hvert skipti sem ekið er inn á leigubílasvæðið. Var þá kynnt tillaga um að hækka gjaldið í 990 krónur og þá frá 1. maí. Eftir fundi með fulltrúum leigubílastöðvanna var ákveðið að halda samtalinu áfram og við á Keflavíkurflugvelli færum nánar yfir áformaða hækkun á sláargjaldinu svonefnda. Ekki liggur nú fyrir hvert endanlegt gjald verður eða hvenær hækkunin tekur gildi. Gjaldið er núna 490 krónur og hefur verið óbreytt síðan 2015. Eftir hækkun mun nýtt gjald síðan taka breytingum í samræmi við vísitölu frá næsta ári og þá ár hvert eftir það,“ segir Guðjón um hækkunina. Hann segir að stefnt verði að því að hækkað gjald taki gildi samhliða upptöku á nýju aðgangsstýringarkerfi fyrir leigubílasvæðið. „Samtalið við leigubílastöðvarnar heldur því áfram.“ Hvað varðar hækkun á gjaldinu segir Guðjón að í byrjun árs í fyrra hafi verið tekin ákvörðun um að hætta að bjóða leigubílstjórum að kaupa árskort til að fá aðgang að leigubílasvæðunum við flugstöðina. „Það var gert þannig að allir bílstjórar sætu við sama borð og notuðu sama kerfi. Athugun okkar hafði þá leitt í ljós að langflestir bílstjórar höfðu valið að kaupa skiptakort eða greiða fyrir stakar ferðir frekar en að kaupa árskort.“ Sjá einnig: Bílastæðin fullbókuð um páskana Bæta öryggisgæslu Guðjón útskýrir að innifalið í breytingunni á gjaldinu verði kostnaður vegna mönnunar á leigubílasvæðunum en undanfarið hefur verið fjallað um átök við flugvöllinn og að leigubílstjórar fylgi ekki reglum. Strangar reglur gilda um þá sem sinna leigubílaakstri við flugvöllinn. Í skilmálum Isavia er til dæmis fjallað um klæðnað bílstjóra og að leigubílarnir skuli vera snyrtilegir. Þá er tekið fram að verðskrá eigi að vera sýnileg og að leigubílstjórum sé bannað að neita einhverjum um þjónustu. Fylgi bílstjórar ekki reglunum eru ýmis viðurlög. Til dæmis getur leigubílstjóra verið brottvísað í tvær vikur fyrir að aðstoða ekki viðskiptavin með farangur eða barnavagn og fyrir að vera ekki með sýnilega verðskrá. Bílstjóra getur verið brottvísað í fjórar vikur fyrir að yfirgefa bílinn til að ná í farþega, fyrir að reykja í bílnum, fyrir að virða ekki frelsi farþega til að velja bíl og fyrir að virða ekki umferðarlög. Þá getur bílstjóri sætt varanlegri brottvísun fyrir að beita hvers kyns ofbeldi, fyrir að aka inn á svæðið án réttinda, valda tjóni og fyrir að nota fölsuð skírteini. „Leigubílastöðvar hafa kallað eftir því að hafa starfsmann frá Keflavíkurflugvelli þar til að leiðbeina farþegum. Sú þjónusta verður í boði á háannatíma strax frá og með 1. maí næstkomandi, þó gjaldið fyrir að keyra inn á leigubílasvæðið hafi þá ekki hækkað.“ Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Neytendur Reykjavík Suðurnesjabær Fréttir af flugi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Í dag greiða leigubílstjórar 490 krónur fyrir hverja staka ferð en leigubílstjórum var tilkynnt í síðustu viku að hækka ætti gjaldið í allt að 990 krónur fyrir hverja staka ferð um næstu mánaðamót. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia hefur ekki verið tekin ákvörðun um hversu mikil hækkunin verður eða hvenær hún taki gildi. Breytingar á aðstöðu leigubílstjóra séu í skoðun og samráði. Isavia hafi fundað með leigubílstjórum og ákveðið að taka málið til frekari skoðunar og samráðs í kjölfarið. Upplýsingafundur frekar en samráð Ingvi Eðvarðsson framkvæmdastjóri hjá Aðalstöðinni í Reykjanesbæ segist ekki hafa upplifað það á fundi með Isavia fyrir tæpri viku að nokkuð samráð væri í gangi. Honum, og tveimur öðrum frá Aðalstöðinni, hefði verið boðið á fund hjá Isavia sem hann hafi frekar upplifað sem upplýsingafund. „Mér líst alls ekki vel á þessar breytingar,“ segir Ingvi og að breytingin sé ekki í neinu samræmi við þá þjónustu sem Isavia veitir þeim sem þjónusta flugvöllinn. „Við héldum að þetta ætti að vera samráðsfundur um það sem betur mætti fara í kringum flugstöðina. Og hvað við mættum gera til að taka þátt í að þjónusta stöðina betur. En þessi fundur var bara upplýsingafundur til að láta okkur vita hvað þeir væru að fara að gera. Ég er alls ekki sáttur við þetta.“ Ingvi telur gjaldið sem Isavia tilkynnti um upprunalega ósanngjarnt, sérstaklega ef miðað er við það að ekki eigi að bæta þjónustuna. Hann gagnrýnir að til dæmis hafi stæðum fyrir fyrirfram pantaða leigubíla verið fækkað umtalsvert. Leigubílarnir bíða á ákveðnu svæði við flugvöllinn eftir því að komast að röðinni þar sem farþegarnir koma út. Vísir/Anton Brink Færri stæði fyrir fyrirframpantanir „Það eru mikil þægindi fyrir flugfarþega að geta til dæmis pantað bíl í gegnum Internetið á meðan þú ert staddur í Bandaríkjunum. Þá áttu von á því að viðkomandi bíði í komusalnum með spjald merkt þér,“ segir Ingvi. Í fyrra hafi verið tekin frá allt að 30 til 40 bílastæði við flugvöllinn fyrir þessa starfsemi en í dag séu þau aðeins um tíu til tólf. „Það stendur ekki til að breyta þessu. Í staðinn á að setja upp annað bílaplan beint fyrir framan komusalinn sem þeir ætla að kalla Premium-bílastæði og þar verður gjaldið hærra. Þetta er þá fyrir sérfarþega sem panta sér bíla fyrir fram. Þeir ætla að taka sér stærri skerf af kökunni.“ Hann segir að gera megi ráð fyrir því að allar hækkanir leggist beint á neytendur. „Þetta getur ekki lent á bílstjóranum. Hann er ekki að fá meira út úr þessu. Þetta er í ólestri og við áttum ekki von á því að Isavia myndi taka þátt í að hækka verðlag og bjóða enga umfram þjónustu á móti. Það er ekkert nýtt fyrir bílstjóra eða komufarþega sem koma þarna.“ Strangar reglur eru um hegðun og framkomu leigubílstjóra sem sækja farþega við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Anton Brink Allt að milljón á ári Til að fá einhverja hugmynd um það hversu mikið bílstjórar greiða til Isavia segir Ingvi að bílstjóri sem sinni að mestu ferðum til og frá flugstöðinni geti verið að keyra til og frá höfuðborginni allt að fimm sinnum á dag. Séu ferðirnar fimm getur leigubílstjórinn verið að greiða 2.450 á dag. Séu ferðirnar fimm og verði gjaldið hækkað í 990 verður það 4.950 á dag. Ingvi segir marga leigubílstjóra aka alla daga en ef miðað er við venjulega vinnuviku í venjulegum mánuði og að virkir dagar séu um 20 getur einn bílstjóri verið að greiða 49.000 á mánuði eða 588.000 á ári. Verði gjaldið hækkað í 990 yrðu það 99.000 á mánuði og 1.188.000 krónur á ári. „Það er mjög algengt að þeir sem eru að aka stórum, sex til níu sæta bílum, fyrir hótel og ferðaþjónustu, séu að koma á flugstöðina allt að fimm sinnum á sólarhring,“ segir Ingvi. Sjá einnig: Metfjöldi farþega í mars Hann segir það skrítnasta við gjaldtökuna að fyrir nokkrum árum hafi komugjaldið verið allt annað. Þá hafi leigubílstjórum staðið til boða að kaupa árskort, mánaðarkort eða tíu skipta kort. Mánaðarkortið hafi til dæmis aðeins kostað um 120 þúsund. „Leigubílstjórar settu þetta aldrei inn í gjaldið sitt. Þetta var aðstöðugjald og þá máttirðu koma eins oft upp að flugstöðinni og þig lystir. Nú ert þetta 490 krónur fyrir hverja ferð og hækkar umtalsvert 1. maí. Þetta fer beint í verðlagið og flestar leigubílstöðvar setja þetta í verðskrána,“ segir Ingvi og að það megi búast við því að það verði þannig áfram. Gjald fyrir staka ferð óbreytt frá 2015 Isavia segir málið enn til skoðunar og að hækkunin gæti orðið önnur en upprunalega var tilkynnt um. „Við á Keflavíkurflugvelli höfum átt í virku og góðu samtali við leigubílstjóra og leigubílastöðvar síðustu árin vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á aðstöðunni fyrir leigubíla við flugstöðina á vellinum,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia. Guðjón Helgason hjá Isavia undirstrikar að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Enn sé samráð í gangi. Vísir/Arnar Hann segir starfsmenn Isavia hafa síðustu vikur fundað með fulltrúum leigubílastöðva. „Þeir þáðu fundarboð okkar til þess að fara yfir þá ákvörðun að hækka gjaldið sem rukkað er fyrir hvert skipti sem ekið er inn á leigubílasvæðið. Var þá kynnt tillaga um að hækka gjaldið í 990 krónur og þá frá 1. maí. Eftir fundi með fulltrúum leigubílastöðvanna var ákveðið að halda samtalinu áfram og við á Keflavíkurflugvelli færum nánar yfir áformaða hækkun á sláargjaldinu svonefnda. Ekki liggur nú fyrir hvert endanlegt gjald verður eða hvenær hækkunin tekur gildi. Gjaldið er núna 490 krónur og hefur verið óbreytt síðan 2015. Eftir hækkun mun nýtt gjald síðan taka breytingum í samræmi við vísitölu frá næsta ári og þá ár hvert eftir það,“ segir Guðjón um hækkunina. Hann segir að stefnt verði að því að hækkað gjald taki gildi samhliða upptöku á nýju aðgangsstýringarkerfi fyrir leigubílasvæðið. „Samtalið við leigubílastöðvarnar heldur því áfram.“ Hvað varðar hækkun á gjaldinu segir Guðjón að í byrjun árs í fyrra hafi verið tekin ákvörðun um að hætta að bjóða leigubílstjórum að kaupa árskort til að fá aðgang að leigubílasvæðunum við flugstöðina. „Það var gert þannig að allir bílstjórar sætu við sama borð og notuðu sama kerfi. Athugun okkar hafði þá leitt í ljós að langflestir bílstjórar höfðu valið að kaupa skiptakort eða greiða fyrir stakar ferðir frekar en að kaupa árskort.“ Sjá einnig: Bílastæðin fullbókuð um páskana Bæta öryggisgæslu Guðjón útskýrir að innifalið í breytingunni á gjaldinu verði kostnaður vegna mönnunar á leigubílasvæðunum en undanfarið hefur verið fjallað um átök við flugvöllinn og að leigubílstjórar fylgi ekki reglum. Strangar reglur gilda um þá sem sinna leigubílaakstri við flugvöllinn. Í skilmálum Isavia er til dæmis fjallað um klæðnað bílstjóra og að leigubílarnir skuli vera snyrtilegir. Þá er tekið fram að verðskrá eigi að vera sýnileg og að leigubílstjórum sé bannað að neita einhverjum um þjónustu. Fylgi bílstjórar ekki reglunum eru ýmis viðurlög. Til dæmis getur leigubílstjóra verið brottvísað í tvær vikur fyrir að aðstoða ekki viðskiptavin með farangur eða barnavagn og fyrir að vera ekki með sýnilega verðskrá. Bílstjóra getur verið brottvísað í fjórar vikur fyrir að yfirgefa bílinn til að ná í farþega, fyrir að reykja í bílnum, fyrir að virða ekki frelsi farþega til að velja bíl og fyrir að virða ekki umferðarlög. Þá getur bílstjóri sætt varanlegri brottvísun fyrir að beita hvers kyns ofbeldi, fyrir að aka inn á svæðið án réttinda, valda tjóni og fyrir að nota fölsuð skírteini. „Leigubílastöðvar hafa kallað eftir því að hafa starfsmann frá Keflavíkurflugvelli þar til að leiðbeina farþegum. Sú þjónusta verður í boði á háannatíma strax frá og með 1. maí næstkomandi, þó gjaldið fyrir að keyra inn á leigubílasvæðið hafi þá ekki hækkað.“
Keflavíkurflugvöllur Leigubílar Neytendur Reykjavík Suðurnesjabær Fréttir af flugi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira