Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 11:33 Það gekk mikið á í deildarleik liðanna í Garðabænum síðasta haust. Hér má sjá þá Deandre Kane hjá Grindavík og Jase Febres hjá Stjörnunni. Vísir/Jón Gautur Stjarnan og Grindavík mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta í ár og það má slá því auðveldlega upp að Stjörnumenn séu með rosalega gott tak á Grindvíkingum. Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87) Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira