Innlent

Frans páfi, for­sætis­ráð­herra um fangelsis­mál og villtur páfa­gaukur

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Frans páfa var minnst víða um heim í dag. Hann var á páfastóli í tólf ár og er minnst sem framsæknum, hógværum talsmanni þeirra sem minna mega sín. Banameinið er sagt vera heilablóðfall.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður einnig fjallað áfram um svikahrappa sem svífast enskis við að reyna að hafa fé af fórnarlömbum sínum. Við ræðum við sérfræðing sem segir svikahrappana geta verið ósvífna og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. 

Þá verður einnig rætt við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra sem leggur áherslu á að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst. Byggingar fangelsisins á Litla Hrauni séu orðnar mjög lélegar og verða flestar jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsins.

Þá segjum við einnig frá sannkölluðu páskakraftaverki sem varð á dögunum þegar páfagaukur nokkur fannst heill á húfi eftir að hafa villst úr Hlíðarendahverfi og yfir á Kársnes í Kópavogi. Rætt verður við ellefu ára eiganda páfagauksins sem andaði léttar þegar fuglinn kom í leitirnar.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×