„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 12:10 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er ekki hrifin af þátttöku Ísrael í Eurovision. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira