Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 23. apríl 2025 23:00 Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Háskólar Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa. Sjálfbær nýting auðlinda er undirstaða þess að íslensk matvælaframleiðsla standi styrkum fótum til framtíðar og því er matvælafræði ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Fyrir land sem býr yfir einstökum náttúruauðlindum er nauðsynlegt að tryggja að þekking, nýsköpun og verðmætasköpun haldist í hendur við sjálfbæra nýtingu auðlinda okkar. Þar gegna matvælafræðingar lykilhlutverki því matvælafræðingar eru okkar helstu sérfræðingar hvað varðar verðmætaaukningu sem á sér stað þegar hráefni verða að fullunnum vörum. Með yfirgripsmikla þekkingu t.d. á efnafræði, líftækni, vinnsluaðferðum, sjálfbærni, löggjöf, verkefna- og gæðastjórnun skapa þeir grundvöll fyrir aukna verðmætasköpun úr íslensku hráefni sem skapar verðmæti fyrir okkur öll. Til viðbótar því að tryggja matvælaöryggi er ábyrgð matvælaframleiðenda mikil því Ísland er hluti hins sameiginlega markaðar heimsins sem samkvæmt alþjóðlegum samningnum gera kröfu um ákveðin gæði og öryggi framleiðslunnar, sem matvælafræðingar tryggja með sérfræðiþekkingu sinni. Matur og næring eru grunnforsendur fyrir heilbrigði þjóðar þar sem rannsóknir sem snúa að matvælum og næringu tengjast lýðheilsu og farsæld okkar allra. Rannsóknir innan Matvæla- og næringarfræðideildar blómstra, deildin er ein sú öflugasta innan Háskóla Íslands hvað varðar öflun innlendra og erlendra styrkja, útskrifta grunnnema, meistara og doktorsnema þar sem deild nýtur góðs af öflugu samstarfi við sterk matvæla-, líftækni- og rannsóknarfyrirtæki á íslenskum markaði, ríkisstofnanir eins og MAST, ríkisfyrirtæki eins og Matís, heilbrigðisstofnana eins og Landspítalans og heilsugæslurnar auk ótal erlendra samstarfsaðila. Nemendur frá Matvæla- og næringarfræðideild ganga að öruggum störfum að námi loknu enda eftirsóttir starfskraftar. Matvælafræði fjallar um matvælaframleiðslu á öruggan og sjálfbæran hátt á meðan næringarfræðin skoðar áhrif matar á heilbrigði einstaklingsins og samfélagsins og má því segja að matvæla- og næringarfræði séu sitthvor hliðin á sama peningi og mætast í áherslum á fæðuöryggi. Matvæla- og næringarfræði eru þverfræðilegar fræðigreinar sem snerta flest svið samfélagsins og öll Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, enda fellur sérþekking deildar undir að lágmarki þrjú mismunandi ráðuneyti, það eru atvinnuvega-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytið sem er einstakt meðal deilda innan Heilbrigðisvísindasviðs. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sem meta áhrifaþætti á sjúkdóma og færnitaps hjá þjóðum heims (https://www.healthdata.org/research-analysis/health-by-location/profiles/iceland) eru matur og næring einn af fimm helstu þáttum sem draga úr heilsu og færni Íslendinga ásamt því að hafa áhrif á þróun langvinnra sjúkdóma sem hefur margþætt áhrif á íslenskt heilbrigðiskerfi. Hefur verið áætlað að fæðuval sem byggist á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu geti minnkað kostnað heilbrigðiskerfisins um allt að 15% fyrir utan jákvæð áhrif á líðan og heilsu einstaklingsins. Hér er farsæld einstaklinga, þjóðar og umhverfis í húfi. Á sama tíma stendur Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur deildin ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu. Hvetjum alla sem hafa áhuga á undirstöðum lífs sem eru matur, næring og sjálfbærni að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild sem er lítil deild en sinnir stóru málunum sem snerta okkur öll. Höfundar eru deildarforseti og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun