Innlent

Ó­sáttur Banda­ríkja­for­seti og sumar­sól

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Bandaríkjaforseti hefur biðlað til forseta Rússlands að láta af árásum á íbúahverfi í Úkraínu. Hann segir mannskæða árás á Kænugarð í morgun illa tímasetta og óþarfa. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur ríkið baka sér skaðabótaskyldu verði heimildirnar þrefaldaðar, líkt og ríkisstjórnin hefur lofað. 

Fjölmargir sleiktu sólina á suðvesturhorninu í dag og nýttu sumardaginn fyrsta í útiveru og skemmtun með fjölskyldunni. Við verðum í beinni útsendingu í sólinni á Austurvelli.

Það er nóg um að vera hjá Grindvíkingum í sportinu. Körfuboltalið Grindavíkur etur kappi við Stjörnuna í Bónusdeild karla og fjölmargir Grindvíkingar nýttu daginn í að koma fótboltavelli bæjarins í gott horf. Stefnt er að því að leika á vellinum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×