Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Siggeir Ævarsson skrifar 27. apríl 2025 18:32 Njarðvík-Grindavík, úrslitaleikur í vís bikarnum í körfubolta kvenna, Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Keflvíkingar ætluðu sér ekki í sumarfrí án þess að leggja allt í sölurnar og reyna að knýja fram í það minnsta einn leik enn. Keflavík fór betur af stað og af miklum krafti. Villurnar voru sumar af dýrari gerðinni og ekkert hægt að væla í dómurunum yfir þeim. Flautuþristur frá Láru Ösp Ásgeirsdóttur þýddi svo að Njarðvík leiddi með fimm stigum eftir fjörugan fyrsta leikhluta, 27-22. Það virtist allt ætla að smella með Njarðvíkingum í öðrum leikhluta og munurinn var fljótlega kominn upp í 13 stig. Þá tóku Keflvíkingar leikhlé og skoruðu 17 stig meðan Njarðvík lét sér duga að skora sex. Staðan í hálfleik 46-44 og leikurinn galopinn. Thelma Dís opnaði seinni hálfleikinn á þristi og sumir héldu kannski að endurkoma Keflvíkinga væri í kortunum. Þeir skiptu á þessum tímapunkti alfarið í svæðisvörn, mögulega til að reyna að fela þær Söru og Dickey sem voru báðar á fjórum villum en Paulina Hesler skoraði nánast að vild í hvert sinn sem hún fékk boltann í teignum í kringum þær tvær. Brittany Dinkins lokaði leikhlutanum svo með þristi upp úr litlu og Njarðvík leiddi með átta, 78-70, fyrir lokaátökin. Njarðvíkingar náðu svo að keyra muninn upp í 14 stig þegar um fimm mínútur voru eftir og það var einfaldlega of mikið fyrir Keflvíkinga að brúa. Njarðvíkingar voru skynsamir á lokasprettinum, spiluðu langar sóknir og létu boltann ganga og tóku góð skot. Atvik leiksins Þristurinn frá Brittany Dinkins undir lok þriðja leikhluta setti tóninn fyrir lokasprettinn. Varnarmenn Keflavíkur féllu af henni í smástund og þá var fjandinn laus. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins fór á kostum í kvöld og tók margar góðar rispur þegar Njarðvík þurfti á körfum að halda. 36 stig, tólf stoðsendingar og sjö fráköst frá henni sem skila 40 framlagspunktum. Paulina Hersler var mjög drjúg í teignum og skoraði 30 stig, en hefði auðveldlega getað skorað 40 með aðeins betri skotnýtingu. Þá átti Emilie Hesseldal mjög góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins þrjú stig en hún tók boltann upp gegn pressunni og gerði það vel, tapaði aðeins einum bolta. 16 fráköst frá henni og fjórar stoðsendingar. Íslenski kjarninn skilaði líka sínu í kvöld, óhræddar og settu saman sjö þrista. Munar um minna! Hjá Keflavík fór Jasmine Dickey mikinn og skoraði 37 stig og tók 14 fráköst. Hún spilaði aftur á móti litla vörn enda á fjórum villum drjúgan part úr leiknum. Sara Rún skoraði 20 stig en var sömuleiðis í villuvandræðum. Dómararnir Bjarki Þór Davíðsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu leikinn í kvöld og voru bara fínir. Það var hart tekist á og hæfilega mikið dæmt. Stemming og umgjörð Geggjuð stemming í Njarðvík í kvöld, Icemar höllin nánast full og mikil gleði og góð stemming í stúkunni, allt eins og það á að vera. Viðtöl Hulda María: „Gaman að fá Hauka og við ætlum að vinna þær“ Hulda María í leik gegn Grindavík fyrr í veturVísir/Pawel Cieslikiewicz Hulda María Agnarsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var mætt fyrst allra í viðtal til Andra Más eftir leik. Hvernig tilfinning er að vera komin í úrslit og sópa nágrönnunum úr Keflavík út? „Það er algjörlega geggjað, ég elska það.“ Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Hulda sagði að það hefði verið ákveðið inni í klefa í hálfleik að breyta því. „Þetta var svolítið jafn leikur í fyrri hálfleik og þær voru að skora mikið úr hraðaupphlaupum. Við ákváðum í hálfleik að stoppa það og koma boltanum oftar inn á póstinn því þær ráða ekki við okkur þar.“ Keflvíkingar lentu í villuvandræðum og Hulda sagði að það hefði verið mjög meðvitað að koma boltanum inn í teig í sókninni. „Við náðum að nýta okkur það. Þegar Jasmine fékk þriðju eða fjórðu villuna sína, þá voru við alltaf að fara með boltann inn á Pau og hún komst í auðvelt sniðskot.“ Það var frábær stemming í húsinu í kvöld og Hulda sagði að hún hefði hjálpað. „Það var bara geggjað, stemmingin var alveg með okkur og það hjálpaði okkur mjög mikið.“ Hún er spennt fyrir úrslitunum og staðráðin í að fara alla leið. „Gaman að fá Hauka og við ætlum að vinna þær. Einar Árni: „Mér fannst við bara vinna með okkar styrkleika“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni fyrr í veturVísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok og stoltur af sínu liði. „Ég er bara ofboðslega hamingjusamur fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja mikið á sig í allan vetur og uppskera ríkulega hér í dag. Ég er ótrúlega stoltur af félaginu mínu, mætingin hér og stemmingin gjörsamlega ólýsanleg. Bara ótrúlega ánægður fyrir hönd hópsins.“ Hvað gerði það að verkum að þið náðuð að klára einvígið í þremur leikjum? „Mér fannst við bara vinna með okkar styrkleika. Við höfum náttúrulega mikil gæði í okkar liði og við nýttum það til fullnustu sóknarlega. Við héldum ofboðslegri ró á móti pressunni. Bara liðssigur. Varnarlega, vorum við ekki alltaf sáttir. Dickey náttúrulega á eldi á löngum kafla en hún vinnur þetta ekki ein og við náðum að hægja á henni þegar leið á og gerðum bara fáránlega vel á allt í kringum hana. Ég held að það sé stóra ástæðan fyrir því að við erum að vinna þessa þrjá leiki.“ Svæðisvörn Keflvíkinga ruglaði Njarðvíkinga aðeins í rýminu en ekki lengi. „Við vorum aðeins úr takti um miðbik annars leikhluta þegar við vorum komnar 13 upp. Hægist óþarflega mikið á okkur en við klárum leikhlutann fínt. Fórum vel yfir þetta í hálfleiknum og mér fannst við einhvern veginn aldrei hika neitt á móti svæðinu í seinni. Þær komnar í villuvandræði og við bara sóttum inn á Pau og hún gerði feikivel og Britt á millifærinu eins og hún er vön.“ Einar er spenntur fyrir komandi úrslitaeinvígi en að hans mati eru þar tvö bestu lið deildarinnar að fara að mætast. „Bara tillhlökkun. Gríðarlega öflugt lið og verið frábærar í vetur. Ég ætla bara að segja fyrir mitt leyti, að þegar maður horfir á heildarmyndina þá eru tvö bestu liðin að fara að mætast.“ Sigurður Ingimundarson: „Höfðum bara hvorki stærð né kraft“ Sigurður Ingimundarson KeflavíkVísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var beðinn um að reyna að greina hvar leikurinn hefði tapast í kvöld. Stærð Njarðvíkinga fór illa með Keflvíkinga að hans mati. „Hann fór ekkert á einhverjum sérstökum stað. Við spiluðum af krafti en höfðum bara hvorki stærð né kraft í þessa stóru þarna undir. Þær gátu alltaf losað pressuna með því að fara þangað. Hún fékk að vera dálítið lengi þarna undir þannig að við réðum illa við það.“ Í seinni hálfleik gerðist svo eitthvað. „Þá hittir Brittany bara úr öllu þarna í smá tíma og gaf þeim sjálfstraust. Eftir það breyttist leikurinn. Vörnin okkar linaðist í eina mínútu og hún nýtti sér það, skoraði held ég tíu stig í röð.“ Keflvíkingar voru í villuvandræðum og náðu Njarðvíkingar að nýta sér það. „Að vissu leyti. Við höfum svo sem ekkert marga stóra til að skipta og þurftum að breyta aðeins og spila aðeins varfærnara. En jú, jú, þær náttúrulega hafa tvær stórar þarna mjög góðar undir og við vorum í vandræðum með það.“ Tímabilið er búið hjá Keflavík en Siggi er ekkert farinn að spá í hvort hann haldi áfram með liðið. „Það veit ég ekki, það var nóg að hugsa um þennan leik.“ Ætlar þú að halda áfram í þjálfun? „Ég er ekkert farinn að pæla í því!“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF
Njarðvík er komið í úrslit Bónus-deildar kvenna eftir að hafa sópað ríkjandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í sumarfrí í Njarðvík í kvöld 101-89. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Keflvíkingar ætluðu sér ekki í sumarfrí án þess að leggja allt í sölurnar og reyna að knýja fram í það minnsta einn leik enn. Keflavík fór betur af stað og af miklum krafti. Villurnar voru sumar af dýrari gerðinni og ekkert hægt að væla í dómurunum yfir þeim. Flautuþristur frá Láru Ösp Ásgeirsdóttur þýddi svo að Njarðvík leiddi með fimm stigum eftir fjörugan fyrsta leikhluta, 27-22. Það virtist allt ætla að smella með Njarðvíkingum í öðrum leikhluta og munurinn var fljótlega kominn upp í 13 stig. Þá tóku Keflvíkingar leikhlé og skoruðu 17 stig meðan Njarðvík lét sér duga að skora sex. Staðan í hálfleik 46-44 og leikurinn galopinn. Thelma Dís opnaði seinni hálfleikinn á þristi og sumir héldu kannski að endurkoma Keflvíkinga væri í kortunum. Þeir skiptu á þessum tímapunkti alfarið í svæðisvörn, mögulega til að reyna að fela þær Söru og Dickey sem voru báðar á fjórum villum en Paulina Hesler skoraði nánast að vild í hvert sinn sem hún fékk boltann í teignum í kringum þær tvær. Brittany Dinkins lokaði leikhlutanum svo með þristi upp úr litlu og Njarðvík leiddi með átta, 78-70, fyrir lokaátökin. Njarðvíkingar náðu svo að keyra muninn upp í 14 stig þegar um fimm mínútur voru eftir og það var einfaldlega of mikið fyrir Keflvíkinga að brúa. Njarðvíkingar voru skynsamir á lokasprettinum, spiluðu langar sóknir og létu boltann ganga og tóku góð skot. Atvik leiksins Þristurinn frá Brittany Dinkins undir lok þriðja leikhluta setti tóninn fyrir lokasprettinn. Varnarmenn Keflavíkur féllu af henni í smástund og þá var fjandinn laus. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins fór á kostum í kvöld og tók margar góðar rispur þegar Njarðvík þurfti á körfum að halda. 36 stig, tólf stoðsendingar og sjö fráköst frá henni sem skila 40 framlagspunktum. Paulina Hersler var mjög drjúg í teignum og skoraði 30 stig, en hefði auðveldlega getað skorað 40 með aðeins betri skotnýtingu. Þá átti Emilie Hesseldal mjög góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins þrjú stig en hún tók boltann upp gegn pressunni og gerði það vel, tapaði aðeins einum bolta. 16 fráköst frá henni og fjórar stoðsendingar. Íslenski kjarninn skilaði líka sínu í kvöld, óhræddar og settu saman sjö þrista. Munar um minna! Hjá Keflavík fór Jasmine Dickey mikinn og skoraði 37 stig og tók 14 fráköst. Hún spilaði aftur á móti litla vörn enda á fjórum villum drjúgan part úr leiknum. Sara Rún skoraði 20 stig en var sömuleiðis í villuvandræðum. Dómararnir Bjarki Þór Davíðsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu leikinn í kvöld og voru bara fínir. Það var hart tekist á og hæfilega mikið dæmt. Stemming og umgjörð Geggjuð stemming í Njarðvík í kvöld, Icemar höllin nánast full og mikil gleði og góð stemming í stúkunni, allt eins og það á að vera. Viðtöl Hulda María: „Gaman að fá Hauka og við ætlum að vinna þær“ Hulda María í leik gegn Grindavík fyrr í veturVísir/Pawel Cieslikiewicz Hulda María Agnarsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var mætt fyrst allra í viðtal til Andra Más eftir leik. Hvernig tilfinning er að vera komin í úrslit og sópa nágrönnunum úr Keflavík út? „Það er algjörlega geggjað, ég elska það.“ Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Hulda sagði að það hefði verið ákveðið inni í klefa í hálfleik að breyta því. „Þetta var svolítið jafn leikur í fyrri hálfleik og þær voru að skora mikið úr hraðaupphlaupum. Við ákváðum í hálfleik að stoppa það og koma boltanum oftar inn á póstinn því þær ráða ekki við okkur þar.“ Keflvíkingar lentu í villuvandræðum og Hulda sagði að það hefði verið mjög meðvitað að koma boltanum inn í teig í sókninni. „Við náðum að nýta okkur það. Þegar Jasmine fékk þriðju eða fjórðu villuna sína, þá voru við alltaf að fara með boltann inn á Pau og hún komst í auðvelt sniðskot.“ Það var frábær stemming í húsinu í kvöld og Hulda sagði að hún hefði hjálpað. „Það var bara geggjað, stemmingin var alveg með okkur og það hjálpaði okkur mjög mikið.“ Hún er spennt fyrir úrslitunum og staðráðin í að fara alla leið. „Gaman að fá Hauka og við ætlum að vinna þær. Einar Árni: „Mér fannst við bara vinna með okkar styrkleika“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni fyrr í veturVísir/Pawel Cieslikiewicz Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var í sjöunda himni í leikslok og stoltur af sínu liði. „Ég er bara ofboðslega hamingjusamur fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja mikið á sig í allan vetur og uppskera ríkulega hér í dag. Ég er ótrúlega stoltur af félaginu mínu, mætingin hér og stemmingin gjörsamlega ólýsanleg. Bara ótrúlega ánægður fyrir hönd hópsins.“ Hvað gerði það að verkum að þið náðuð að klára einvígið í þremur leikjum? „Mér fannst við bara vinna með okkar styrkleika. Við höfum náttúrulega mikil gæði í okkar liði og við nýttum það til fullnustu sóknarlega. Við héldum ofboðslegri ró á móti pressunni. Bara liðssigur. Varnarlega, vorum við ekki alltaf sáttir. Dickey náttúrulega á eldi á löngum kafla en hún vinnur þetta ekki ein og við náðum að hægja á henni þegar leið á og gerðum bara fáránlega vel á allt í kringum hana. Ég held að það sé stóra ástæðan fyrir því að við erum að vinna þessa þrjá leiki.“ Svæðisvörn Keflvíkinga ruglaði Njarðvíkinga aðeins í rýminu en ekki lengi. „Við vorum aðeins úr takti um miðbik annars leikhluta þegar við vorum komnar 13 upp. Hægist óþarflega mikið á okkur en við klárum leikhlutann fínt. Fórum vel yfir þetta í hálfleiknum og mér fannst við einhvern veginn aldrei hika neitt á móti svæðinu í seinni. Þær komnar í villuvandræði og við bara sóttum inn á Pau og hún gerði feikivel og Britt á millifærinu eins og hún er vön.“ Einar er spenntur fyrir komandi úrslitaeinvígi en að hans mati eru þar tvö bestu lið deildarinnar að fara að mætast. „Bara tillhlökkun. Gríðarlega öflugt lið og verið frábærar í vetur. Ég ætla bara að segja fyrir mitt leyti, að þegar maður horfir á heildarmyndina þá eru tvö bestu liðin að fara að mætast.“ Sigurður Ingimundarson: „Höfðum bara hvorki stærð né kraft“ Sigurður Ingimundarson KeflavíkVísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var beðinn um að reyna að greina hvar leikurinn hefði tapast í kvöld. Stærð Njarðvíkinga fór illa með Keflvíkinga að hans mati. „Hann fór ekkert á einhverjum sérstökum stað. Við spiluðum af krafti en höfðum bara hvorki stærð né kraft í þessa stóru þarna undir. Þær gátu alltaf losað pressuna með því að fara þangað. Hún fékk að vera dálítið lengi þarna undir þannig að við réðum illa við það.“ Í seinni hálfleik gerðist svo eitthvað. „Þá hittir Brittany bara úr öllu þarna í smá tíma og gaf þeim sjálfstraust. Eftir það breyttist leikurinn. Vörnin okkar linaðist í eina mínútu og hún nýtti sér það, skoraði held ég tíu stig í röð.“ Keflvíkingar voru í villuvandræðum og náðu Njarðvíkingar að nýta sér það. „Að vissu leyti. Við höfum svo sem ekkert marga stóra til að skipta og þurftum að breyta aðeins og spila aðeins varfærnara. En jú, jú, þær náttúrulega hafa tvær stórar þarna mjög góðar undir og við vorum í vandræðum með það.“ Tímabilið er búið hjá Keflavík en Siggi er ekkert farinn að spá í hvort hann haldi áfram með liðið. „Það veit ég ekki, það var nóg að hugsa um þennan leik.“ Ætlar þú að halda áfram í þjálfun? „Ég er ekkert farinn að pæla í því!“
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn