Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2025 20:03 Þegar mest verður verða um 400 gyltur í nýja svínabúinu á Sölvastöðum í Eyjafirði. Hér eru þrír grísir á búinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta svínabú landsins hefur hafið starfsemi í Eyjafirði þar sem um fjögur hundruð gyltur verða í búinu þegar það verður komið í fullan rekstur. Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Nýja svínabúið, sem er á jörðinni Sölvastöðum er í eigu Ingva Stefánssonar og fjölskyldu á bænum Teigi í sömu sveit en Ingvi er jafnframt formaður svínabænda. Búið er það fyrsta, sem er byggt frá grunni út frá nýjustu kröfum um dýravelferð en það þýðir meðal annars að svínin hafa mjög mikið pláss og þau eru meira og minna í lausagöngu á búinu. „Helstu staðreyndirnar eru kannski þær að það er þessi lausaganga á öllum stigum, sem eru auðvitað rosalega jákvætt upp á dýravelferðina að gera og annað slíkt, Við verðum með 400 gyltur en við erum með innan við 300 núna,” segir Ingvi. Mjög rúmt er á svínunum í lausagöngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamanni þótti algjörlega frábært að koma inn í nýja búið enda er að glæsilegt í alla staði og vel sást hvað svínunum leið vel inni í búinu í lausagöngunni. Feðgarnir, sem vinna saman í nýja svínabúinu, eða þeir Tristan Darri (t.v.) og Frans Heiðar, sem eru hér með Ingva, pabba sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ingvi selur allt sitt svínakjöt til Kjarnafæðis Norðlenska og hann gæti selt miklu meira ef hann ætti meira kjöt. „Já, klárlega, klárlega er eftirspurnin til staðar, þannig að markaðurinn er stækkandi já. Það er bara að borða íslenskt kjöt númer 1, 2 og 3, er það ekki bara málið,” segir Ingvi hlæjandi. Húsnæði nýja svínabúsins eru glæsileg og allt mjög snyrtilegt í kringum þau. Aðsend Synir Ingva vinna með pabba sínum í búinu og líkar vel að vera innan um svín alla daga. „Mér finnst það bara mjög gaman og hef mikinn áhuga á þessu. Skemmtilegast er þegar svínin eru að gjóta og fá þá að taka á móti litlu grísunum og gera allt fínt fyrir þá,” segir Frans Heiðar Ingvason, 16 ára og tilvonandi svínabóndi. Sölvastaðir í Eyjafirði þar sem nýja svínabúið er.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Svínakjöt Landbúnaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira