Innlent

Sam­bands­leysi í suðri og óviðunandi á­stand í fangelsum

Jón Þór Stefánsson skrifar
F46AB20A714390448EF2BC665383D0D8C22C4E3BAD648AB864EBB0F8CEF83DCD_713x0

Samgöngutruflanir og sambandsleysi urðu á Spáni og Portúgal eftir að rafmagn fór af löndunum tveimur í dag. Íslendingar á Spáni lýsa mikilli óvissu um ástandið og framhaldið. Við fjöllum um rafmagnsleysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræðum við rafmagnsverkfræðing um málið, og mögulegar orsakir.

Einnig verður rætt við fangelsismálastjóra, sem segir óviðunandi ástand í fangelsum landsins. Ekki sé hægt að taka á móti föngum í gæsluvarðhald eða afplánun. Stærsti hluti þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar.

Við kynnum okkur þá umfangsmikla æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Ísland tekur þátt í að skipuleggja, þar sem kafbátaleitir og fleira eru undir. Eins heyrum við frá Boga Ágústssyni, einum ástsælasta fréttaþul sögunnar, í beinni útsendingu. Hann mun lesa sinn síðasta fréttatíma á Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Þetta og miklu fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, í opinni dagskrá á slaginu hálf sjö, á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×