Innlent

Einn hand­tekinn vegna að­gerðar sérsveitar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan og sérsveitin lokuðu fjölda gatna í miðborginni upp úr átta vegna lögregluaðgerðar í Hverfisgötu.
Lögreglan og sérsveitin lokuðu fjölda gatna í miðborginni upp úr átta vegna lögregluaðgerðar í Hverfisgötu. Thorgeir Olafsson

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerð í miðborginni upp úr átta og þurfti því að loka Hverf­is­götu, Lind­ar­götu, Vita­stíg og Klapp­ar­stíg.

Mbl.is greindi fyrst frá aðgerð lögreglunnar. 

„Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem væri vopnaður skotvopni þarna í íbúð við Hverfisgötu. Þess vegna var götum lokað og lögreglan með aðgerð,“ sagði Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborgarsvæðinu.

Reyndist viðkomandi vera vopnaður?

„Málið er enn í vinnslu og enn í rannsókn. Það er allavega búið að tryggja aðila og hann handtekinn,“ sagði Ásmundur.

Aðgerðinni væri hins vegar lokið og öllum lokunum aflétt. Að sögn Ásmundar stóð aðgerðin yfir frá hálf sjö til rúmlega átta.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Lögregluþjónar standa fyrir utan hús Orlofsnefndar húsmæðra að Hverfisgötu 69.Thorgeir Olafsson
Lögregluþjónn með skjöld og hjálm.Thorgeir Olafsson
Fjöldi lögregluþjóna tók þátt í aðgerðinni.Thorgeir Olafsson
Sjá má sérsveitarmenn á myndum frá Hverfisgötunni.Thorgeir Olafsson
Svæðinu var lokað af í allar áttir.Thorgeir Olafsson
Lögregluþjónn reiðubúinn ef eitthvað gerist.Thorgeir Olafsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×