Innlent

Ís­lenskum fram­leið­endum gerðir afar­kostir og kröfu­göngur verka­lýðsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda vegna krafa nýs rekstraraðila fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Bandaríkin og Úkraína hafa gert tímamótasamning um nýtingu Bandaríkjanna á úkraínskum auðlindum. Úkraínumenn vona að með viðveru Bandaríkjanna í landinu hörfi Rússar. 

Kröfugöngur voru gengnar um allt land í tilefni baráttudags verkalýðsins. Fréttatofa mætti á árlega göngu um miðborg Reykjavíkur og ræddi við nokkra verkalýðsleiðtoga. 

Við heimsækjum Grindavík, þar sem verið var að opna íþróttahúsið aftur eftir eins og hálfs árs lokun. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×