Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar 2. maí 2025 15:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026 til 2030 er áformað að taka upp auðlindagjald fyrir aðgang ferðamanna að náttúruperlum landsins. Horft er til þess að gjaldið greiðist af þeim sem heimsækja ferðamannastaði í eigu ríkisins og á það að gilda jafnt um erlenda ferðamenn og þá sem búsettir eru hér á landi. Þá kemur fram að unnið sé að útfærslu á gjaldinu og að stefnt sé að gildistöku um mitt ár 2026. Ennfremur segir að tekjurnar af gjaldinu eigi að hjálpa til við að byggja upp og vernda ferðamannastaði. Nánari upplýsingar er hins vegar ekki að finna um útfærslu væntanlegs auðlindagjalds í áætluninni þrátt fyrir merkt áhrif þess á tekjur ríkissjóðs næstu ára. Það er jákvætt að stjórnvöld taki jafn sterkt til orða og raun ber vitni um að byggja upp og vernda ferðamannstaði en sömuleiðis vekur það upp hinar ýmsu spurningar. Til að mynda var eyrnamerkingu skatta og gjalda hætt með gildistöku laga um opinber fjármál. Þá er það svo að markmið laga um gistináttaskatt og innviðagjald er „að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Samkvæmt fjárlögum 2025 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gistináttaskatti og innviðagjaldi um sex milljarðar króna. Fögur fyrirheit orðin tóm Fjármálaáætlunin ber þess ekki merki að núverandi ríkisstjórn ætli sér að hverfa af villtum vegi forvera sinna og skila tekjum af gistináttaskatti, og nú innviðagjaldi, í meiri mæli til ferðamannastaða líkt og markmið viðkomandi laga kveður á um. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort fögur fyrirheit stjórnvalda um uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða séu að mestu leyti orðin tóm. Þá eru ótalin bílastæðagjöld sem hafa sprottið upp við margar af helstu náttúruperlum landsins, bæði í eigu hins opinbera og einkaaðila. Innan þjóðgarða hafa bílastæða- og gestagjöld svo litið dagsins ljós til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld. Hér verður að staldra við og velta því upp hvort stjórnvöld hafi ekki nú þegar úr nægum álögum að moða þegar kemur að því að ákveða fjárveitingu til uppbyggingu innviða og verndun ferðamannastaða. Ljóst er að matseðill þegar álagðra skatta og gjalda er íþyngjandi og með ólíkindum að ríkisstjórnin ætli nú að halda til streitu áformum um að leggja frekari álögur á íslenska ferðaþjónustu. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun