Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2025 17:23 Jón Mýrdal var í rólegheitunum heima við að annast son sinn þegar hann fékk meldingu um að verið væri að innsigla stað hans. Klukkan hálf tvö. En opinberir starfsmenn hætta störfum klukkan tvö á föstudögum og ekkert hægt að gera. vísir/ernir Búið er að innsigla Kastrup. Jón Mýrdal vert á Kastrup var heima þegar hann fékk óvænt og sér til mikillar hrellingar boð um að það væri búið að loka staðnum hans. „Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“ Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
„Ég er ekkert sérstaklega langskólagenginn, kláraði ekki einu sinni níunda bekk. En er góður að taka á móti fólki og búa til stemmingu en ömurlegur í tölvupóstum.“ Jón segir langt því frá að staðurinn, sem er einstaklega vinsæll og hefur gengið vel, sé á hausnum. Kastrup sé ekki gjaldþrota, hann skuldi ekki birgjum né starfsfólki en það sé vissulega hola í rekstrinum, hann skuldi skatt. Maturinn enn á diskunum Að sögn Jóns voru kúnnarnir látnir yfirgefa staðinn umsvifalaust. „Það er matur enn á diskunum. Það þurfti enginn að borga. Þetta var klukkan hálftvö. Fullur staður af fólki.“ Að sögn sjónarvotta var upplifun gesta sú að fulltrúar hins opinbera hafi mætt á staðinn með töluverðu offorsi og á versta mögulega tíma. Flestir sem hafi átt í samskiptum við hið opinbera viti að næsta ómögulegt sé að fá áheyrn eftir hádegi á föstudegi. Maturinn er enn á diskunum.visir/anton brink Talsverður fjöldi lögreglumanna og fulltrúa Ríkisskattstjóra mættu þegar staðurinn var sneisafullur hádegisverðargestum. Lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir næðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Jón segir þetta algert klúður. Hann hafi fengið frest frá sýslumanni, sem hafi upphaflega sent honum bréf þar sem því hafi verið hótað að staðnum yrði lokað, til fyrsta júní til að ganga frá vörslusköttum. Kastrup innsiglaður.vísir/anton brink Hann hafi því verið rólegur heima hjá sér með son sinn, en það var frí í Ísaksskóla. Skilaboðin um að búið væri að innsigla staðinn hafi komið sér algerlega í opna skjöldu. „Ég var búinn að tala við sýslumann, sem hafði sent mér lokunarviðvörun og hann hafði gefið mér tíma til 1. júní til að gera upp vörsluskatta. Eða ég hélt það.“ Settur á „hold“ þar til tíminn rann út En þá reyndist þetta allt á misskilningi byggt. Jón átti ekki að tala við sýslumann, þó þaðan hafi hann fengið bréfið, heldur skattinn sjálfan. „Ég reyndi í ofboði að ná í þá. Talaði við þennan embættismann sem var að innsigla. Hann sagði mér að ég yrði að hringja í innheimtudeildina þar sem ég gæti samið um þetta. Ég hringdi og hringdi. Jón Mýrdal segir að aðgerðirnar hafi komið algerlega flatt upp á sig.vísir/ernir. Ég talaði við þrjár mismunandi konur sem vísuðu mér milli deilda, nei þú verður að tala við þennan, nei þú verður að tala við hinn. Loks fékk ég samband við eina konu sem sagðist ætla að athuga hvað hún gæti gert. Og setti mig á hold. Og svo varð klukkan tvö og þá slitnaði símtalið. Og ég gat ekkert gert.“ Tvö hundruð manns höfðu bókað borð yfir helgina.vísir/anton brink Jón segir þetta sjálfum sér að kenna, að hafa ekki hafa gert neitt í þessu fyrr. Hann eigi alveg fyrir þessu og á mánudaginn ætlar hann að labba með skjalatöskuna niður á skatt og ganga frá þessu máli. „Og halda svo ótrauður áfram. Mér bauðst að semja um skuldina en ég náði ekki í neinn. Hræðilegt að þurfa að loka. Tvö hundruð manns bókaðir um helgina. Þetta setur mig í mjög erfiða stöðu að missa allar þær tekjur.“
Skattar og tollar Veitingastaðir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent