Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 4. maí 2025 20:20 Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, telur húsnæði eiga að teljast sem mannréttindi frekar en fjárfestingu eða markaðsvöru. Vísir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði. „Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“ Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
„Við vitum að húsnæði er langstærsti kostnaðarliður launafólks og ef að fólk hefur ekki efni á að koma sér þaki yfir höfuð, eða þarf að mæta mjög miklum hækkunum á húsnæðiskostnaði þá mega kjarasamningar sín mjög lítils og þær launahækkanir sem við semjum um,“ segir Halla sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var einnig rætt við hagfræðing Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem segir mikið misræmi á milli framboðs og eftirspurnar á fasteignamarkaði. Halla segir verkalýðshreyfinguna hafa brugðist við þessari stöðu með því að setja á stofn óhagnaðardrifin húsnæðisfélög, Bjarg og Blæ. „Viðskiptaráð er nú komið í stríð við þessi úrræði vegna þess að þar á bæ vilja menn ekki að það sé hægt að komast í húsnæði án þess að einhver annar græði á því,“ segir Halla og vísar þar í nýlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Spurð hvort markaðurinn sé of einsleitur segir Halla að hún geti aðeins miðað við sína eigin reynslu. Blær hafi núna komið upp tveimur blokkum og eftirspurnin hafi þar verið mest eftir litlum íbúðum. „Það kemur alveg fram í þessum fréttum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun að það skortir litlar íbúðir og þessar miðlungsstóru íbúðir þær eru kannski, það er kannski of mikill lúxusbragur á sumum þeirra og þær eru dýrar,“ segir Halla og þá sé eðlilega spurt af hverju þær lækki ekki í veðri. Verðinu sé haldið uppi Það sé aðkallandi spurning og líklega væri það þannig annars staðar, til dæmis á Norðurlöndunum, að ef íbúðir seljist ekki þá myndu þær lækka í verði. „En hér er verðinu haldið uppi og það eru einhverjir hagsmunir þar að baki,“ segir Halla og að það sé augljóst að það séu meiri hagsmunir að því að halda verðinu uppi og bíða með að selja þær en að selja þær á lægra verði. „Samt er þetta mjög ábatasamur bransi þannig það er ekki eins og það skorti.“ Aðgengi að húsnæði séu mannréttindi frekar en markaðsvara Til að bregðast við þessu segir Halla mikilvægt að litið sé á húsnæði sem mannréttindi, en ekki fjárfestingar- eða markaðsvöru. „Ég held að það sé það sem skiptir mestu máli. Hér eru stýrivextir hærri en nokkurs staðar í OECD. Þú þarft að fara til landa þar sem er stríð eða eiturlyfjagengjaátök eða eitthvað viðlíka til að finna svona háa stýrivexti og auðvitað skiptir máli að fólk hafi aðgengi að lánum á viðráðanlegum kjörum, því öðruvísi gengur þetta ekki. Þannig að það finnst mér vera mikið mál.“ Halla segir einnig mikilvægt að koma reglu á leigumarkað og að hann sé gagnsærri. „Þetta er gríðarlega brýnt. Þetta er stærsta hagsmunamál almennings og launafólks á Íslandi.“
Stéttarfélög Húsnæðismál Kjaramál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Tengdar fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
„Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, telur húsnæðisstefnu stjórnvalda „siðlausa“. Frekar eigi að aðstoða fólk við að eignast sínar íbúðir en að styðja ákveðin leigufélög eða húsnæðisfélög sem ekki séu öllum aðgengileg. Auk þess ýti stefna stjórnvalda undir skort á húsnæðismarkaði og hærra fasteignaverð. 16. apríl 2025 09:09