Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar 5. maí 2025 11:17 Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður. Íbúarnir í þessum stigagangi búa við stöðugan ótta og öryggisleysi. Á sínum tíma komu Félagsbústaðir upp öryggismyndavélum í stigaganginum, en einn íbúinn, er löngu búinn að klippa á allar leiðslur sem að þeim liggja. Íbúinn er vel þekkt síbrotakona, sem veður vopnuð um stigaganginn og axarför og aðrar skemmdir eftir hana má sjá hér og hvar, m.a. á hurðinni að íbúð dóttur minnar. Dyrnar eru reyndar svo laskaðar eftir ítrekuð innbrot, að í íbúðin stendur nánast opin. Frá því að Félagsbústaðir úthlutuðu þessari konu íbúð í húsinu, hefur hún valdið öðrum íbúum stöðugri skelfingu með geðofsa sínum, síendurteknum skemmdarverkum og innbrotum bæði í aðrar íbúðir í húsinu og geymslur í sameign hússins. Meðal afreka hennar má telja innbrot til dóttur minnar fyrir rúmum tveimur árum. Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni „í öll göt“ svo notuð séu hennar eigin orð, misþyrmdu henni og skildu við hana svo hart leikna að það leið langur tími, mögulega sólarhringur eða meira, hélt hún sjálf, þangað til hún komst til sæmilegrar meðvitundar. Hún kærði þennan atburð til lögreglu, eða reyndi það allavega, en ég hef ekki neinar spurnir af því að þeirri kæru hafi verið sinnt. Síbrotakonan hefur auðvitað verið kærð til lögreglu miklu oftar, enda líka verið staðin að ýmsum ójöfnuði, m.a. ítrekað að þjófnaði í verslunum. Hvorki lögregla né Félagsbústaðir virðast hafa aðhafst nokkurn skapaðan hlut. Ef ástæðan er skortur á sönnunum er það augljós fyrirsláttur. Sannleikurinn er öllu fremur sá að ekkert hefur verið aðhafst til að afla sannana. Það ætti nefnilega ekki að vera neitt tiltökumál. Fjölmiðlar hafa reyndar almennt ekki sýnt þessu ástandi áhuga, en DV hefur þó birt af því fréttir, þá síðustu nú um helgina. Ástandinu í stigaganginum er ágætlega lýst í þessum tveimur fréttum: DV 4. maí 2025 og DV 17. nóvember 2023. Þar er vísað í viðmælendur sem ættu að geta borið vitni ef lögreglan hefði manndóm til að láta sig þetta einhverju skipta. Mér þykir ástæða til að fara fram á að nú verði tekið í taumana. Það er ekkert eðlilegt við það, að halda hlífiskildi yfir sökudólginum en refsa fórnarlömbunum. Það er sannkallað níðingsverk. Ég skora þess vegna hér með á framkvæmdastjóra Félagsbústaða ásamt formanni og framkvæmdastjóra Velferðarráðs Reykjavíkurborgar að stöðva þessa aðgerð án tafar og sjá til þess að bæði Félagsbústaðir og lögregla rannsaki málið ofan í kjölinn. Í stað þess að fleygja íbúum þessa hryllingshúss út á götu ættu Félagsbústaðir þvert á móti að endurgreiða fórnarlömbunum allnokkur ár aftur í tímann og biðja þá opinberlega afsökunar. Það er kominn tími til að þessu að linni. Höfundur er gamalmenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Fíkn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður. Íbúarnir í þessum stigagangi búa við stöðugan ótta og öryggisleysi. Á sínum tíma komu Félagsbústaðir upp öryggismyndavélum í stigaganginum, en einn íbúinn, er löngu búinn að klippa á allar leiðslur sem að þeim liggja. Íbúinn er vel þekkt síbrotakona, sem veður vopnuð um stigaganginn og axarför og aðrar skemmdir eftir hana má sjá hér og hvar, m.a. á hurðinni að íbúð dóttur minnar. Dyrnar eru reyndar svo laskaðar eftir ítrekuð innbrot, að í íbúðin stendur nánast opin. Frá því að Félagsbústaðir úthlutuðu þessari konu íbúð í húsinu, hefur hún valdið öðrum íbúum stöðugri skelfingu með geðofsa sínum, síendurteknum skemmdarverkum og innbrotum bæði í aðrar íbúðir í húsinu og geymslur í sameign hússins. Meðal afreka hennar má telja innbrot til dóttur minnar fyrir rúmum tveimur árum. Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni „í öll göt“ svo notuð séu hennar eigin orð, misþyrmdu henni og skildu við hana svo hart leikna að það leið langur tími, mögulega sólarhringur eða meira, hélt hún sjálf, þangað til hún komst til sæmilegrar meðvitundar. Hún kærði þennan atburð til lögreglu, eða reyndi það allavega, en ég hef ekki neinar spurnir af því að þeirri kæru hafi verið sinnt. Síbrotakonan hefur auðvitað verið kærð til lögreglu miklu oftar, enda líka verið staðin að ýmsum ójöfnuði, m.a. ítrekað að þjófnaði í verslunum. Hvorki lögregla né Félagsbústaðir virðast hafa aðhafst nokkurn skapaðan hlut. Ef ástæðan er skortur á sönnunum er það augljós fyrirsláttur. Sannleikurinn er öllu fremur sá að ekkert hefur verið aðhafst til að afla sannana. Það ætti nefnilega ekki að vera neitt tiltökumál. Fjölmiðlar hafa reyndar almennt ekki sýnt þessu ástandi áhuga, en DV hefur þó birt af því fréttir, þá síðustu nú um helgina. Ástandinu í stigaganginum er ágætlega lýst í þessum tveimur fréttum: DV 4. maí 2025 og DV 17. nóvember 2023. Þar er vísað í viðmælendur sem ættu að geta borið vitni ef lögreglan hefði manndóm til að láta sig þetta einhverju skipta. Mér þykir ástæða til að fara fram á að nú verði tekið í taumana. Það er ekkert eðlilegt við það, að halda hlífiskildi yfir sökudólginum en refsa fórnarlömbunum. Það er sannkallað níðingsverk. Ég skora þess vegna hér með á framkvæmdastjóra Félagsbústaða ásamt formanni og framkvæmdastjóra Velferðarráðs Reykjavíkurborgar að stöðva þessa aðgerð án tafar og sjá til þess að bæði Félagsbústaðir og lögregla rannsaki málið ofan í kjölinn. Í stað þess að fleygja íbúum þessa hryllingshúss út á götu ættu Félagsbústaðir þvert á móti að endurgreiða fórnarlömbunum allnokkur ár aftur í tímann og biðja þá opinberlega afsökunar. Það er kominn tími til að þessu að linni. Höfundur er gamalmenni.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun